Hamrabrekkan breytir um svip

Jon ur vor fin-0027Vegfarendur í miðbæ Kópavogs hafa vafalaust tekið eftir að ásýnd húsanna við Hamrabrekku, norðan megin Hamraborgar, hefur breyst og lifnað við að undanförnu. Nýlega fæddist þar andlit Kópavogsskáldsins, Jóns úr Vör, eftir ástralska listamanninn Guido Van Helten en fyrr í sumar birtist þar verk eftir listakonuna Kristínu Þorláksdóttur, sem er tilvísun í ljóð Kópavogsskáldsins og ber heitið Ómáluð mynd. Verkin eru styrkt af lista- og menningarráði en með þessu er verið að marka þá stefnu að gera listina sýnilegri og lífga upp á bæinn.

Guido er sennilega einna þekktastur hér á landi fyrir að mála andlitsmyndir á veggi í Vesturbæ Reykjavíkur, en hann hefur einnig gert vegglistaverk í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Verk hans prýða einnig húsveggi í London, Melbourne, Dublin og Edinborg.

Kristín Þorláksdóttir hefur einnig lagt áherslu á götulist og má m.a. sjá verk eftir hana í miðbæ Reykjavíkur og í Vestmannaeyjum. Verkið hennar í Kópavogi var gert á Kópavogsdögum, menningarhátíð Kópavogs, í vor. Kristín stundar nú myndlistarnám í Toronto í Kanada.

Ljóðlist hefur lengi verið í hávegum höfð í Kópavogi og því við hæfi að ljóð og Kópavogsskáldið setji sinn svip á bæjarmyndina.

Verkin ættu ekki að fara framhjá þeim sem koma frá Reykjavík og aka í átt að menningarhúsum bæjarins við Hamraborg.

Jon ur vor fin-0016

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

verkefni
Aðventuhátíð Kópavogsbær
Kópavogsdagar2
Cycle listahátíð
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Kopavogur-1
Gullmolinn – Vinningshafar og dómnefnd
Kristín Dagmar Jóhannesdóttir
Palli