Handverk, góðgæti og góð málefni

Aðventuhátíðin verður á Hálsatorgi á laugardaginn. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Aðventuhátíðin verður á Hálsatorgi á laugardaginn. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Það verður hátíðleg stemning á Hálsatorgi á Aðventuhátíð Kópavogsbæjar næstkomandi laugardag, 30. nóvember. Fyrir tilstuðlan Markaðsstofu Kópavogs hefur BYKO lánað þrjú falleg timburhús sem verður komið fyrir á Hálsatorgi og munu þrjú félagasamtök koma sér fyrir í þeim og vera með fjáröflun milli kl. 14 og 16. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs ætlar að bjóða  bæjarbúum að ylja sér á heitu kakói og hægt verður að fá sér kleinur með. Andvirði sölunnar mun fara í kaup á matvælum fyrir fólk í neyð. Kópavogsdeild Rauða krossins mun selja fallegt handverk sjálfboðaliða, en sjálfboðaliðar félagsins prjóna, hekla og sauma ungbarnafatnað sem sendur er til neyðaraðstoðar. Hluti af prjónaflíkunum verður seldur á handverksmarkaðnum og er andvirði sölunnar nýtt til efniskaupa. Kvennakór Kópavogs verður með ýmsan jólavarning til sölu sem unninn er af kórkonum. Má þar nefna heimagerðar sultur, handverk og margt fleira. Þær ætla einnig að vera með grillaða sykurpúða sem mun gleðja yngri kynslóðina.

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður á torginu og eru Kópavogsbúar hvattir til að taka þátt í aðventugleðinni og styrkja góð málefni.

Lógó

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í