Handverk, góðgæti og góð málefni

Aðventuhátíðin verður á Hálsatorgi á laugardaginn. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Aðventuhátíðin verður á Hálsatorgi á laugardaginn. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Það verður hátíðleg stemning á Hálsatorgi á Aðventuhátíð Kópavogsbæjar næstkomandi laugardag, 30. nóvember. Fyrir tilstuðlan Markaðsstofu Kópavogs hefur BYKO lánað þrjú falleg timburhús sem verður komið fyrir á Hálsatorgi og munu þrjú félagasamtök koma sér fyrir í þeim og vera með fjáröflun milli kl. 14 og 16. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs ætlar að bjóða  bæjarbúum að ylja sér á heitu kakói og hægt verður að fá sér kleinur með. Andvirði sölunnar mun fara í kaup á matvælum fyrir fólk í neyð. Kópavogsdeild Rauða krossins mun selja fallegt handverk sjálfboðaliða, en sjálfboðaliðar félagsins prjóna, hekla og sauma ungbarnafatnað sem sendur er til neyðaraðstoðar. Hluti af prjónaflíkunum verður seldur á handverksmarkaðnum og er andvirði sölunnar nýtt til efniskaupa. Kvennakór Kópavogs verður með ýmsan jólavarning til sölu sem unninn er af kórkonum. Má þar nefna heimagerðar sultur, handverk og margt fleira. Þær ætla einnig að vera með grillaða sykurpúða sem mun gleðja yngri kynslóðina.

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður á torginu og eru Kópavogsbúar hvattir til að taka þátt í aðventugleðinni og styrkja góð málefni.

Lógó

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar