Handverk, góðgæti og góð málefni

Aðventuhátíðin verður á Hálsatorgi á laugardaginn. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Aðventuhátíðin verður á Hálsatorgi á laugardaginn. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Það verður hátíðleg stemning á Hálsatorgi á Aðventuhátíð Kópavogsbæjar næstkomandi laugardag, 30. nóvember. Fyrir tilstuðlan Markaðsstofu Kópavogs hefur BYKO lánað þrjú falleg timburhús sem verður komið fyrir á Hálsatorgi og munu þrjú félagasamtök koma sér fyrir í þeim og vera með fjáröflun milli kl. 14 og 16. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs ætlar að bjóða  bæjarbúum að ylja sér á heitu kakói og hægt verður að fá sér kleinur með. Andvirði sölunnar mun fara í kaup á matvælum fyrir fólk í neyð. Kópavogsdeild Rauða krossins mun selja fallegt handverk sjálfboðaliða, en sjálfboðaliðar félagsins prjóna, hekla og sauma ungbarnafatnað sem sendur er til neyðaraðstoðar. Hluti af prjónaflíkunum verður seldur á handverksmarkaðnum og er andvirði sölunnar nýtt til efniskaupa. Kvennakór Kópavogs verður með ýmsan jólavarning til sölu sem unninn er af kórkonum. Má þar nefna heimagerðar sultur, handverk og margt fleira. Þær ætla einnig að vera með grillaða sykurpúða sem mun gleðja yngri kynslóðina.

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður á torginu og eru Kópavogsbúar hvattir til að taka þátt í aðventugleðinni og styrkja góð málefni.

Lógó

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

teamgym
Sigga Karls
Kópavogur skjaldamerki
Aðventa
Nýr meirihluti í Kópavogi 2014
VEFBORDI_310X400
smari2
_MG_3311
kosnvaa