Hangs í Hamraborg með Kamillu Einarsdóttur

Kamilla Einarsdóttir hefur svo sannarlega vakið athygli á Hamraborg sem menningarhöfuðstað síðustu misseri.

Í tilefni síðustu sýningarhelgar Skýjaborgar á Gerðarsafni býður rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir í hangs í Hamraborginni. 

Meðal viðkomustaða verða tattústofan Black Kross, undirgöngin, vídeó-markaðurinn, bílakjallarinn og fleiri faldar perlur. „Ferðalag um Hamraborgina verður svo ekki fullkomnað nema við endum á Catalinu í drykk saman,“ segir Kamilla um hangsið en hún hefur svo um munar vakið athygli á Hamraborginni sem menningarhöfuðstað síðustu misseri.

Allir eru velkomnir með vin eða ein í góðu skapi eða á bömmer – það er nefnilega stemning fyrir öllu í Hamraborg!

Viðburðurinn hefst kl.16:00 laugardaginn 15. maí. Tilvalið er að skoða sýninguna Skýjaborg á Gerðarsafni á undan, þar sem safnast verður saman í afgreiðslu safnsins og gengið þaðan út í ævintýri dagsins.

Kamilla Einarsdóttir vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu skáldsögu, Kópavogskróniku, sem kom út árið 2018. Í bókinni segir móðir í Kópavogi dóttur sinni frá ástarævintýrum sínum en þekkt kennileiti Kópavogs koma þar við sögu. Í kjölfarið var leikrit eftir bókinni í leikstjórn Silju Hauksdóttur sett upp í Þjóðleikhúsinu.

Tilvalið er að skoða sýninguna Skýjaborg á Gerðarsafni á laugardag á undan viðburðinum með Kamillu sem hefst klukkan 16:00.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem