Hangs í Hamraborg með Kamillu Einarsdóttur

Kamilla Einarsdóttir hefur svo sannarlega vakið athygli á Hamraborg sem menningarhöfuðstað síðustu misseri.

Í tilefni síðustu sýningarhelgar Skýjaborgar á Gerðarsafni býður rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir í hangs í Hamraborginni. 

Meðal viðkomustaða verða tattústofan Black Kross, undirgöngin, vídeó-markaðurinn, bílakjallarinn og fleiri faldar perlur. „Ferðalag um Hamraborgina verður svo ekki fullkomnað nema við endum á Catalinu í drykk saman,“ segir Kamilla um hangsið en hún hefur svo um munar vakið athygli á Hamraborginni sem menningarhöfuðstað síðustu misseri.

Allir eru velkomnir með vin eða ein í góðu skapi eða á bömmer – það er nefnilega stemning fyrir öllu í Hamraborg!

Viðburðurinn hefst kl.16:00 laugardaginn 15. maí. Tilvalið er að skoða sýninguna Skýjaborg á Gerðarsafni á undan, þar sem safnast verður saman í afgreiðslu safnsins og gengið þaðan út í ævintýri dagsins.

Kamilla Einarsdóttir vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu skáldsögu, Kópavogskróniku, sem kom út árið 2018. Í bókinni segir móðir í Kópavogi dóttur sinni frá ástarævintýrum sínum en þekkt kennileiti Kópavogs koma þar við sögu. Í kjölfarið var leikrit eftir bókinni í leikstjórn Silju Hauksdóttur sett upp í Þjóðleikhúsinu.

Tilvalið er að skoða sýninguna Skýjaborg á Gerðarsafni á laugardag á undan viðburðinum með Kamillu sem hefst klukkan 16:00.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér