Hangs í Hamraborg með Kamillu Einarsdóttur

Kamilla Einarsdóttir hefur svo sannarlega vakið athygli á Hamraborg sem menningarhöfuðstað síðustu misseri.

Í tilefni síðustu sýningarhelgar Skýjaborgar á Gerðarsafni býður rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir í hangs í Hamraborginni. 

Meðal viðkomustaða verða tattústofan Black Kross, undirgöngin, vídeó-markaðurinn, bílakjallarinn og fleiri faldar perlur. „Ferðalag um Hamraborgina verður svo ekki fullkomnað nema við endum á Catalinu í drykk saman,“ segir Kamilla um hangsið en hún hefur svo um munar vakið athygli á Hamraborginni sem menningarhöfuðstað síðustu misseri.

Allir eru velkomnir með vin eða ein í góðu skapi eða á bömmer – það er nefnilega stemning fyrir öllu í Hamraborg!

Viðburðurinn hefst kl.16:00 laugardaginn 15. maí. Tilvalið er að skoða sýninguna Skýjaborg á Gerðarsafni á undan, þar sem safnast verður saman í afgreiðslu safnsins og gengið þaðan út í ævintýri dagsins.

Kamilla Einarsdóttir vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu skáldsögu, Kópavogskróniku, sem kom út árið 2018. Í bókinni segir móðir í Kópavogi dóttur sinni frá ástarævintýrum sínum en þekkt kennileiti Kópavogs koma þar við sögu. Í kjölfarið var leikrit eftir bókinni í leikstjórn Silju Hauksdóttur sett upp í Þjóðleikhúsinu.

Tilvalið er að skoða sýninguna Skýjaborg á Gerðarsafni á laugardag á undan viðburðinum með Kamillu sem hefst klukkan 16:00.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn