Hangs í Hamraborg með Kamillu Einarsdóttur

Kamilla Einarsdóttir hefur svo sannarlega vakið athygli á Hamraborg sem menningarhöfuðstað síðustu misseri.

Í tilefni síðustu sýningarhelgar Skýjaborgar á Gerðarsafni býður rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir í hangs í Hamraborginni. 

Meðal viðkomustaða verða tattústofan Black Kross, undirgöngin, vídeó-markaðurinn, bílakjallarinn og fleiri faldar perlur. „Ferðalag um Hamraborgina verður svo ekki fullkomnað nema við endum á Catalinu í drykk saman,“ segir Kamilla um hangsið en hún hefur svo um munar vakið athygli á Hamraborginni sem menningarhöfuðstað síðustu misseri.

Allir eru velkomnir með vin eða ein í góðu skapi eða á bömmer – það er nefnilega stemning fyrir öllu í Hamraborg!

Viðburðurinn hefst kl.16:00 laugardaginn 15. maí. Tilvalið er að skoða sýninguna Skýjaborg á Gerðarsafni á undan, þar sem safnast verður saman í afgreiðslu safnsins og gengið þaðan út í ævintýri dagsins.

Kamilla Einarsdóttir vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu skáldsögu, Kópavogskróniku, sem kom út árið 2018. Í bókinni segir móðir í Kópavogi dóttur sinni frá ástarævintýrum sínum en þekkt kennileiti Kópavogs koma þar við sögu. Í kjölfarið var leikrit eftir bókinni í leikstjórn Silju Hauksdóttur sett upp í Þjóðleikhúsinu.

Tilvalið er að skoða sýninguna Skýjaborg á Gerðarsafni á laugardag á undan viðburðinum með Kamillu sem hefst klukkan 16:00.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar