Hannar hátískufatnað í Auðbrekkunni

Í lítilli skrifstofu við Auðbrekku er nýtt sprotafyrirtæki að fæðast sem vert er að gefa gaum. Bóas Kristjánsson rekur þar hátískufyrirtæki sem selur íslenskar vörur undir nafninu KARBON. Um er að ræða skyrtur, jakka og buxur fyrir herra sem unnar eru að hluta – eða alfarið – úr hlýra- og laxaroðum. Bóas, sem nam við Listaháskóla Íslands og einum virtasta hönnunarskóla heims í Antwerpen í Belgíu, segist vilja nýta íslenskt hráefni í hönnun sína sem skapi honum sérstöðu á markaðnum. Ekki er um fjöldaframleidda vöru að ræða því framleiðsluferlið, sem Sjávarleður á Sauðarkróki kemur að, sé afar flókið og því eru fötin með háan verðmiða.

Bóas Kristjánsson hefur náð frábærum árangri með að markaðssetja vörur sínar til hátískubúða út um allan heim.
Bóas Kristjánsson hefur náð frábærum árangri með að markaðssetja vörur sínar til hátískubúða út um allan heim.

„Skyrtur hjá mér geta kostað allt að 300 þúsund krónur út úr hátískubúð, hvar í heiminum sem er,“ segir Bóas sem segir það ekki sjálfgefið að ná árangri í þessari atvinnugrein. „Ég hef í gegnum tíðina náð að mynda ótrúlega sterkar markaðstengingar og ég hef það fram yfir aðra í þessum geira. Erfiðast er að komast inn fyrir dyrnar hjá innkaupastjórum, en ég hef þegar gert það og sannað að varan selst og að fólk er tilbúið að borga mjög hátt verð fyrir hana. Nú tekur við næsta skref sem er að koma með næstu línu, og ef til ódýrari, til að fylgja árangrinum eftir. En það verður að segjast eins og er að umhverfið hér á Íslandi til að fjárfesta í atvinnustarfsemi sem þessa er ekki burðugt, þrátt fyrir fagurgala stjórnmálamanna fyrir kosningar.“

Hvaða ljón eru í veginum?
„Fjárfestar skilja kannski ekki tískuheiminn og hvaða tækifæri eru þar. Bankaumhverfið er hægt og seinvirkt, þó við fáum fyrirfram greitt fyrir pantanir er erfitt að útvega lán fyrir afganginum af söluandvirði til að létta okkur róður í rekstrinum. Nú þurfum við fagfjárfesta til að lyfta okkur upp á næsta stig og ég auglýsi eftir slíkum,“ segir Bóas Kristjánsson, athafnamaður í Auðbrekku.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
Bjarki5
RBB
A-6-eftir-PK-arkitektar
Asdis
baekur
PicsArt_18_6_2014 22_51_33
Hafsteinn Karlsson
HKLOGO