Hannar hátískufatnað í Auðbrekkunni

Í lítilli skrifstofu við Auðbrekku er nýtt sprotafyrirtæki að fæðast sem vert er að gefa gaum. Bóas Kristjánsson rekur þar hátískufyrirtæki sem selur íslenskar vörur undir nafninu KARBON. Um er að ræða skyrtur, jakka og buxur fyrir herra sem unnar eru að hluta – eða alfarið – úr hlýra- og laxaroðum. Bóas, sem nam við Listaháskóla Íslands og einum virtasta hönnunarskóla heims í Antwerpen í Belgíu, segist vilja nýta íslenskt hráefni í hönnun sína sem skapi honum sérstöðu á markaðnum. Ekki er um fjöldaframleidda vöru að ræða því framleiðsluferlið, sem Sjávarleður á Sauðarkróki kemur að, sé afar flókið og því eru fötin með háan verðmiða.

Bóas Kristjánsson hefur náð frábærum árangri með að markaðssetja vörur sínar til hátískubúða út um allan heim.
Bóas Kristjánsson hefur náð frábærum árangri með að markaðssetja vörur sínar til hátískubúða út um allan heim.

„Skyrtur hjá mér geta kostað allt að 300 þúsund krónur út úr hátískubúð, hvar í heiminum sem er,“ segir Bóas sem segir það ekki sjálfgefið að ná árangri í þessari atvinnugrein. „Ég hef í gegnum tíðina náð að mynda ótrúlega sterkar markaðstengingar og ég hef það fram yfir aðra í þessum geira. Erfiðast er að komast inn fyrir dyrnar hjá innkaupastjórum, en ég hef þegar gert það og sannað að varan selst og að fólk er tilbúið að borga mjög hátt verð fyrir hana. Nú tekur við næsta skref sem er að koma með næstu línu, og ef til ódýrari, til að fylgja árangrinum eftir. En það verður að segjast eins og er að umhverfið hér á Íslandi til að fjárfesta í atvinnustarfsemi sem þessa er ekki burðugt, þrátt fyrir fagurgala stjórnmálamanna fyrir kosningar.“

Hvaða ljón eru í veginum?
„Fjárfestar skilja kannski ekki tískuheiminn og hvaða tækifæri eru þar. Bankaumhverfið er hægt og seinvirkt, þó við fáum fyrirfram greitt fyrir pantanir er erfitt að útvega lán fyrir afganginum af söluandvirði til að létta okkur róður í rekstrinum. Nú þurfum við fagfjárfesta til að lyfta okkur upp á næsta stig og ég auglýsi eftir slíkum,“ segir Bóas Kristjánsson, athafnamaður í Auðbrekku.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér