• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Hannar hátískufatnað í Auðbrekkunni

Hannar hátískufatnað í Auðbrekkunni
ritstjorn
23/06/2014

Í lítilli skrifstofu við Auðbrekku er nýtt sprotafyrirtæki að fæðast sem vert er að gefa gaum. Bóas Kristjánsson rekur þar hátískufyrirtæki sem selur íslenskar vörur undir nafninu KARBON. Um er að ræða skyrtur, jakka og buxur fyrir herra sem unnar eru að hluta – eða alfarið – úr hlýra- og laxaroðum. Bóas, sem nam við Listaháskóla Íslands og einum virtasta hönnunarskóla heims í Antwerpen í Belgíu, segist vilja nýta íslenskt hráefni í hönnun sína sem skapi honum sérstöðu á markaðnum. Ekki er um fjöldaframleidda vöru að ræða því framleiðsluferlið, sem Sjávarleður á Sauðarkróki kemur að, sé afar flókið og því eru fötin með háan verðmiða.

Bóas Kristjánsson hefur náð frábærum árangri með að markaðssetja vörur sínar til hátískubúða út um allan heim.

Bóas Kristjánsson hefur náð frábærum árangri með að markaðssetja vörur sínar til hátískubúða út um allan heim.

„Skyrtur hjá mér geta kostað allt að 300 þúsund krónur út úr hátískubúð, hvar í heiminum sem er,“ segir Bóas sem segir það ekki sjálfgefið að ná árangri í þessari atvinnugrein. „Ég hef í gegnum tíðina náð að mynda ótrúlega sterkar markaðstengingar og ég hef það fram yfir aðra í þessum geira. Erfiðast er að komast inn fyrir dyrnar hjá innkaupastjórum, en ég hef þegar gert það og sannað að varan selst og að fólk er tilbúið að borga mjög hátt verð fyrir hana. Nú tekur við næsta skref sem er að koma með næstu línu, og ef til ódýrari, til að fylgja árangrinum eftir. En það verður að segjast eins og er að umhverfið hér á Íslandi til að fjárfesta í atvinnustarfsemi sem þessa er ekki burðugt, þrátt fyrir fagurgala stjórnmálamanna fyrir kosningar.“

Hvaða ljón eru í veginum?
„Fjárfestar skilja kannski ekki tískuheiminn og hvaða tækifæri eru þar. Bankaumhverfið er hægt og seinvirkt, þó við fáum fyrirfram greitt fyrir pantanir er erfitt að útvega lán fyrir afganginum af söluandvirði til að létta okkur róður í rekstrinum. Nú þurfum við fagfjárfesta til að lyfta okkur upp á næsta stig og ég auglýsi eftir slíkum,“ segir Bóas Kristjánsson, athafnamaður í Auðbrekku.

Efnisorð
Fréttir
23/06/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.