„Harpan brýtur samkeppnislög,“ segir framkvæmdastjóri HljóðX.

Listamenn og ráðstefnuhaldarar í Hörpunni mega ekki ráða sjálfir hvaða hljóð- og ljósakerfi þeir vilja nota. Þetta er ólöglegt og samkeppnishamlandi, að mati Ingolfs Arnarsonar, framkvæmdastjóra hjá HljóðX, sem hefur sent formlega kvörtun um starfshætti Hörpunnar til samkeppnisyfirvalda fyrir brot á samkeppnislögum.

Harpa

Fyrirtækið HljóðX sérhæfir sig í uppsetningu tæknibúnaðar fyrir tónleika, ráðstefnur, vörusýningar og fleira. Það hefur einnig séð um hljóð- og ljósakerfi í mörgum af helstu fyrirtækjum landsins.

Ingólfur segir Hörpuna nýta sér markaðsráðandi stöðu. „Harpan fer ekki eftir eðlilegum reglum. Listamenn mega ekki ráða sjálfir hvaða hljóðkerfi þeir nota. Þeir þurfa að leigja búnað af Hörpunni en mega ekki leigja af þriðja aðila. Eins og allir vita þá eru listamenn margir hverjir með margar sérþarfir varðandi hljóðfæri, míkrafóna og hljóðkerfi. En í Hörpunni er eins og að það megi bara nota „ríkishljóðkerfið“ svolítið svipað og að fiðluleikarar í Sinfoníuhljómsveit Íslands mættu bara nota „ríkisfiðluna,“ eða eitthvað annað álíka fáránlegt. Það er nákvæmlega ekkert heilbrigt við þetta umhverfi í Hörpunni,“ segir Ingólfur og bætir því að það kæmi sér verulega á óvart ef Samkeppniseftirlitið hjóli ekki í málið og setji í framhaldinu eðlilegar starfsreglur sem hægt verði að fara eftir. „Þetta rekstrarumhverfi sem Harpan er að búa til er algjörlega óásættanlegt,“ segir Ingólfur Arnarson, framkvæmdastjóri hjá HljóðX.

Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, segist vita af kvörtun frá HljóðX en segir málflutning þeirra ósangjarnan: „Á sínum tíma, áður en ég kom til starfa, var haldið hér útboð þegar keypt var hljóðkerfi inn í húsið. Exton varð fyrir valinu. Allt var ákveðið samkvæmt útboði, einnig veitingasalan. Samkeppniseftirlitið hefur málið til meðferðar en okkur ber skylda til að fara eftir því sem ákveðið var í útboði.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

ormadagar32014
Bæjarstjórar Kópavogs
Pop-up ljóðalestur-2015012447
skidi
kirsuber
Bryndis Kristjánsdóttir og Rakel Svavarsdóttir með verðlaunagrip frá Nótunni.
Hafsport3
Hjalmar_Hjalmarsson
KAI_Bikarmeistarar_2014_Telma_Kristjan