„Harpan brýtur samkeppnislög,“ segir framkvæmdastjóri HljóðX.

Listamenn og ráðstefnuhaldarar í Hörpunni mega ekki ráða sjálfir hvaða hljóð- og ljósakerfi þeir vilja nota. Þetta er ólöglegt og samkeppnishamlandi, að mati Ingolfs Arnarsonar, framkvæmdastjóra hjá HljóðX, sem hefur sent formlega kvörtun um starfshætti Hörpunnar til samkeppnisyfirvalda fyrir brot á samkeppnislögum.

Harpa

Fyrirtækið HljóðX sérhæfir sig í uppsetningu tæknibúnaðar fyrir tónleika, ráðstefnur, vörusýningar og fleira. Það hefur einnig séð um hljóð- og ljósakerfi í mörgum af helstu fyrirtækjum landsins.

Ingólfur segir Hörpuna nýta sér markaðsráðandi stöðu. „Harpan fer ekki eftir eðlilegum reglum. Listamenn mega ekki ráða sjálfir hvaða hljóðkerfi þeir nota. Þeir þurfa að leigja búnað af Hörpunni en mega ekki leigja af þriðja aðila. Eins og allir vita þá eru listamenn margir hverjir með margar sérþarfir varðandi hljóðfæri, míkrafóna og hljóðkerfi. En í Hörpunni er eins og að það megi bara nota „ríkishljóðkerfið“ svolítið svipað og að fiðluleikarar í Sinfoníuhljómsveit Íslands mættu bara nota „ríkisfiðluna,“ eða eitthvað annað álíka fáránlegt. Það er nákvæmlega ekkert heilbrigt við þetta umhverfi í Hörpunni,“ segir Ingólfur og bætir því að það kæmi sér verulega á óvart ef Samkeppniseftirlitið hjóli ekki í málið og setji í framhaldinu eðlilegar starfsreglur sem hægt verði að fara eftir. „Þetta rekstrarumhverfi sem Harpan er að búa til er algjörlega óásættanlegt,“ segir Ingólfur Arnarson, framkvæmdastjóri hjá HljóðX.

Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, segist vita af kvörtun frá HljóðX en segir málflutning þeirra ósangjarnan: „Á sínum tíma, áður en ég kom til starfa, var haldið hér útboð þegar keypt var hljóðkerfi inn í húsið. Exton varð fyrir valinu. Allt var ákveðið samkvæmt útboði, einnig veitingasalan. Samkeppniseftirlitið hefur málið til meðferðar en okkur ber skylda til að fara eftir því sem ákveðið var í útboði.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér