Hátíðarstemning á Aðventuhátíð

Hátíðarstemningin var í hámarki í Menningarhúsunum í Kópavogi laugardaginn 30. nóvember þegar Aðventuhátíð Kópavogs var haldin. Vel var mætt á þá fjölmörgu viðburði sem í boði voru og voru gestir verulega ánægðir með daginn.

Jólasveinninn sló í gegn.

Á aðventuhátíðinni buðu Menningarhúsin í Kópavogi upp á fjölbreytta dagskrá fyrir unga sem aldna. Á Gerðarsafni var boðið upp á pólsk-íslenska föndursmiðju og á Bókasafninu gátu gestir útbúið sínar eigin pakkaumbúðir, skreytt jólatré og skipt út gömlu jólaskrauti fyrir nýtt. Valgerður Guðnadóttir, söngkona, bauð uppá skemmtilega jólatónleika í Salnum ásamt Sigurði Helga Oddssyni, píanóleikara, og Thomas Wadelton, steppdansara frá Ástralíu. Einnig fluttu Kvennakór og Karlakór Kópavogs, flautukór úr skólahljómsveit Kópavogs og nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs undurfagra jólatónlist í Gerðarsafni og á Gjábakka.

Föndur á Aðventuhátíð.

Mikill jólaandi var yfir öllu svæðinu og var búið að setja upp jólaþorp á útisvæði Menningarhúsanna þar sem hægt var að kaupa fjölbreyttan varning og veitingar.

Jólastemningin náði svo hámarki þegar forseti bæjarstjórnar, Margrét Friðriksdóttir, tendraði á ljósum jólatrésins ásamt hópi ungra Kópavogsbúa. Í kjölfarið mætti söngkonan Salka Sól á svæðið og fimm glaðvaskir jólasveinar og var yngsta kynslóðin virkilega ánægð með þá uppákomu. Dagurinn var verulega vel heppnaður í alla staða og tóku Kópavogsbúar fagnandi á móti aðventunni.

Myndir: Kópavogsbær.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Justin_Timberlake_Cannes_2013
Lestrarganga í Kópavogi
Halla
Lukka
IMG_7640_editHighRes – st
Hjördís Ýr Johnson
OFV4
2013-07-24-1141
myndir-okkar-kopavogur-019