Hátíðarstemning á Aðventuhátíð

Hátíðarstemningin var í hámarki í Menningarhúsunum í Kópavogi laugardaginn 30. nóvember þegar Aðventuhátíð Kópavogs var haldin. Vel var mætt á þá fjölmörgu viðburði sem í boði voru og voru gestir verulega ánægðir með daginn.

Jólasveinninn sló í gegn.

Á aðventuhátíðinni buðu Menningarhúsin í Kópavogi upp á fjölbreytta dagskrá fyrir unga sem aldna. Á Gerðarsafni var boðið upp á pólsk-íslenska föndursmiðju og á Bókasafninu gátu gestir útbúið sínar eigin pakkaumbúðir, skreytt jólatré og skipt út gömlu jólaskrauti fyrir nýtt. Valgerður Guðnadóttir, söngkona, bauð uppá skemmtilega jólatónleika í Salnum ásamt Sigurði Helga Oddssyni, píanóleikara, og Thomas Wadelton, steppdansara frá Ástralíu. Einnig fluttu Kvennakór og Karlakór Kópavogs, flautukór úr skólahljómsveit Kópavogs og nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs undurfagra jólatónlist í Gerðarsafni og á Gjábakka.

Föndur á Aðventuhátíð.

Mikill jólaandi var yfir öllu svæðinu og var búið að setja upp jólaþorp á útisvæði Menningarhúsanna þar sem hægt var að kaupa fjölbreyttan varning og veitingar.

Jólastemningin náði svo hámarki þegar forseti bæjarstjórnar, Margrét Friðriksdóttir, tendraði á ljósum jólatrésins ásamt hópi ungra Kópavogsbúa. Í kjölfarið mætti söngkonan Salka Sól á svæðið og fimm glaðvaskir jólasveinar og var yngsta kynslóðin virkilega ánægð með þá uppákomu. Dagurinn var verulega vel heppnaður í alla staða og tóku Kópavogsbúar fagnandi á móti aðventunni.

Myndir: Kópavogsbær.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn