Hátíðarstemning á Aðventuhátíð

Hátíðarstemningin var í hámarki í Menningarhúsunum í Kópavogi laugardaginn 30. nóvember þegar Aðventuhátíð Kópavogs var haldin. Vel var mætt á þá fjölmörgu viðburði sem í boði voru og voru gestir verulega ánægðir með daginn.

Jólasveinninn sló í gegn.

Á aðventuhátíðinni buðu Menningarhúsin í Kópavogi upp á fjölbreytta dagskrá fyrir unga sem aldna. Á Gerðarsafni var boðið upp á pólsk-íslenska föndursmiðju og á Bókasafninu gátu gestir útbúið sínar eigin pakkaumbúðir, skreytt jólatré og skipt út gömlu jólaskrauti fyrir nýtt. Valgerður Guðnadóttir, söngkona, bauð uppá skemmtilega jólatónleika í Salnum ásamt Sigurði Helga Oddssyni, píanóleikara, og Thomas Wadelton, steppdansara frá Ástralíu. Einnig fluttu Kvennakór og Karlakór Kópavogs, flautukór úr skólahljómsveit Kópavogs og nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs undurfagra jólatónlist í Gerðarsafni og á Gjábakka.

Föndur á Aðventuhátíð.

Mikill jólaandi var yfir öllu svæðinu og var búið að setja upp jólaþorp á útisvæði Menningarhúsanna þar sem hægt var að kaupa fjölbreyttan varning og veitingar.

Jólastemningin náði svo hámarki þegar forseti bæjarstjórnar, Margrét Friðriksdóttir, tendraði á ljósum jólatrésins ásamt hópi ungra Kópavogsbúa. Í kjölfarið mætti söngkonan Salka Sól á svæðið og fimm glaðvaskir jólasveinar og var yngsta kynslóðin virkilega ánægð með þá uppákomu. Dagurinn var verulega vel heppnaður í alla staða og tóku Kópavogsbúar fagnandi á móti aðventunni.

Myndir: Kópavogsbær.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar