Hausttónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs

Miðvikudagskvöldið 7. nóvember var mikið um að vera í Háskólabíói. Þar voru saman komin um 150 börn og ungmenni úr Kópavogi ásamt foreldrum, systkinum og jafnvel fleirum úr fjölskyldunni. Tilefnið var hausttónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs og var að venju mikið fjör. Nemendur SK skiptast í þrjár sveitir eftir aldri og getu og komu þær allar fram þetta kvöld. Fyrst á svið voru yngstu krakkarnir, A sveitin, sem mörg hafa aðeins lært á hljóðfærin sín í nokkra mánuði og stóðu þau sig ótrúlega vel. Áhorfendur hrifust af einbeitni þeirra og gleði og klöppuðu þeim mikið lof í lófa að flutningi loknum. Stjórnandi A sveitar var Össur Geirsson. Næst á svið var svo B sveitin sem stóð sig ekki síður vel en henni stjórnaði Jóhann Björn Ævarsson og var þetta í fyrsta sinn sem hann stjórnaði hljómsveit SK á hausttónleikum. Eftir hlé voru það svo stóru krakkarnir í C sveitinni og Össur sem áttu sviðið. Spiluðu þau skemmtilega blöndu af norrænni tónlist og kvikmyndatónlist sem áheyrendum líkaði greinilega mjög vel því fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna. Það má því með sanni segja að Kópavogsbúar hafi skemmt sér vel í Háskólabíói þetta kvöld og fjölskyldur átt skemmtilega stund saman.

Frá hausttónleikum Skólahljómsveitar Kópavogs

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar