Hefur pönkast í Sjálfstæðisflokknum frá því hann var 16 ára.

Sigurður Sigurbjönsson, Siggi pönk, man vel eftir undirgöngunum i Kópavogi sem nú er verið að ræða um að varðveita.
Sigurður Sigurbjönsson, Siggi pönk, man vel eftir undirgöngunum i Kópavogi sem nú er verið að ræða um að varðveita.

Sigurður Sigurbjörnsson, sem var kallaður „Siggi pönk“ á sínum yngri árum, hékk oft með vinum sínum á gömlu skiptistöðinni og í undirgöngunum þegar pönkið og nýbylgjan tröllreið öllu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. 16 ára lagði hann pönkgallanum, klæddi sig í fermingarfötin og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Þar hefur hann verið „að pönkast“ að eigin sögn allar götur síðan og er nú stjórnarmaður í Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi.

Undirgöngin eins og þau eru í dag.
Undirgöngin eins og þau eru í dag.

Skiptistöðin er horfin en göngin undir Digranesveg eru ennþá á sínum stað, þó búið sé að loka fyrir stærsta hluta þeirra. Nú er um það rætt að gera eitthvað við gömlu göngin. Varðveita betur gömlu pönksöguna, sem Kópavogur er frægur fyrir, og breyta göngunum í aðstöðu fyrir skapandi krakka eða æfingahúsnæði fyrir hljómsveitir.

Við báðum Sigurð að rifja upp kynni sín af undirgöngunum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér