Hefur pönkast í Sjálfstæðisflokknum frá því hann var 16 ára.

Sigurður Sigurbjönsson, Siggi pönk, man vel eftir undirgöngunum i Kópavogi sem nú er verið að ræða um að varðveita.
Sigurður Sigurbjönsson, Siggi pönk, man vel eftir undirgöngunum i Kópavogi sem nú er verið að ræða um að varðveita.

Sigurður Sigurbjörnsson, sem var kallaður „Siggi pönk“ á sínum yngri árum, hékk oft með vinum sínum á gömlu skiptistöðinni og í undirgöngunum þegar pönkið og nýbylgjan tröllreið öllu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. 16 ára lagði hann pönkgallanum, klæddi sig í fermingarfötin og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Þar hefur hann verið „að pönkast“ að eigin sögn allar götur síðan og er nú stjórnarmaður í Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi.

Undirgöngin eins og þau eru í dag.
Undirgöngin eins og þau eru í dag.

Skiptistöðin er horfin en göngin undir Digranesveg eru ennþá á sínum stað, þó búið sé að loka fyrir stærsta hluta þeirra. Nú er um það rætt að gera eitthvað við gömlu göngin. Varðveita betur gömlu pönksöguna, sem Kópavogur er frægur fyrir, og breyta göngunum í aðstöðu fyrir skapandi krakka eða æfingahúsnæði fyrir hljómsveitir.

Við báðum Sigurð að rifja upp kynni sín af undirgöngunum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn