Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi

Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VGF í Kópavogi.
Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VGF í Kópavogi.
Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir, skipar 2. sæti á lista VG í suðvesturkjördæmi.

Frá því ég man eftir mér hefur það verið stolt okkar sem búum á Íslandi að geta gengið að góðu heilbrigðiskerfi sem vísu. Treyst á vel menntað og vel meinandi starfsfólk til að leiðbeina okkur og hjálpa þegar við þurfum þess með. Og við höfum getað gengið að því vísu að fjárhagur og félagsleg staða væru ekki hindranir í að nýta okkur þjónustuna.

Við viljum ekki að þetta breytist. Við viljum geta verið viss um að þegar við veikjumst eða meiðumst eða þurfum á hjálp að halda verði ekki fyrsta spurningin: „á ég fyrir þessu?“ Við viljum ekki að þeir sem veita okkur heilbrigðisþjónustu, hvaða nafni sem hún nefnist, geri það vegna arðsemiskröfu eða gróðavonar.  Við viljum vera viss um að heilbrigðisþjónusta sé veitt á faglegum forsendum, þeim sem þurfa á henni að halda hverju sinni.

Þetta er gríðarlega mikilvægt því aðgengi að heilbrigðisþjónustu er sjálfsögð mannréttindi. Hvorki lögfræðingurinn, smiðurinn, skrifstofumaðurinn, kennarinn, verkamaðurinn, hjúkrunarfræðingurinn, sjúkraliðinn eða iðjuþjálfinn, nei enginn, ætti að þurfa að spyrja: „hvað kostar nauðsynleg heilbrigðisþjónusta?“ áður en hún er veitt.

Vinstri græn vilja tryggja að heilbrigðisþjónusta sé fyrir alla íbúa landsins. Við viljum að gjaldtaka sé aldrei þröskuldurinn sem þarf að komast yfir til að fá þjónustu. Við höfnum því að það sé eðlilegt að heilbrigðisþjónusta sé rekin í gróðaskyni. Við munum berjast fyrir því að aðgengi sé jafnt fyrir alla og allir eigi jafnan rétt. Mannréttindi eru nefnilega ekki söluvara.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

gunnar-toframadur
kfrettir_200x200
Hjálmar Hjálmarsson
Bjarki5
kopabaer
Lýður B. Skarphéðinsson
Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
mynd
Sprettur og Fákur