Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi

Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VGF í Kópavogi.
Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir, skipar 2. sæti á lista VG í suðvesturkjördæmi.

Frá því ég man eftir mér hefur það verið stolt okkar sem búum á Íslandi að geta gengið að góðu heilbrigðiskerfi sem vísu. Treyst á vel menntað og vel meinandi starfsfólk til að leiðbeina okkur og hjálpa þegar við þurfum þess með. Og við höfum getað gengið að því vísu að fjárhagur og félagsleg staða væru ekki hindranir í að nýta okkur þjónustuna.

Við viljum ekki að þetta breytist. Við viljum geta verið viss um að þegar við veikjumst eða meiðumst eða þurfum á hjálp að halda verði ekki fyrsta spurningin: „á ég fyrir þessu?“ Við viljum ekki að þeir sem veita okkur heilbrigðisþjónustu, hvaða nafni sem hún nefnist, geri það vegna arðsemiskröfu eða gróðavonar.  Við viljum vera viss um að heilbrigðisþjónusta sé veitt á faglegum forsendum, þeim sem þurfa á henni að halda hverju sinni.

Þetta er gríðarlega mikilvægt því aðgengi að heilbrigðisþjónustu er sjálfsögð mannréttindi. Hvorki lögfræðingurinn, smiðurinn, skrifstofumaðurinn, kennarinn, verkamaðurinn, hjúkrunarfræðingurinn, sjúkraliðinn eða iðjuþjálfinn, nei enginn, ætti að þurfa að spyrja: „hvað kostar nauðsynleg heilbrigðisþjónusta?“ áður en hún er veitt.

Vinstri græn vilja tryggja að heilbrigðisþjónusta sé fyrir alla íbúa landsins. Við viljum að gjaldtaka sé aldrei þröskuldurinn sem þarf að komast yfir til að fá þjónustu. Við höfnum því að það sé eðlilegt að heilbrigðisþjónusta sé rekin í gróðaskyni. Við munum berjast fyrir því að aðgengi sé jafnt fyrir alla og allir eigi jafnan rétt. Mannréttindi eru nefnilega ekki söluvara.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar