Heilbrigt atvinnulíf

Guðmundur Andri Thorsson, oddviti Samfylkingarinnar í SV kjördæmi.

Jafnaðarmenn eru ekki á móti því að fólk verði auðugt af dugnaði sínum og útsjónarsemi. Öðru nær. Um að gera – það á að greiða götu lítilla og meðalstórra fyrirtækja svo að þau vaxi og dafni, eigendum sínum, starfsfólki og samfélaginu öllu til hagsbóta. Þess vegna viljum við meðal annars lækka tryggingargjald.

Það er hins vegar ekki hugsjónamál okkar jafnaðarmanna að menn geti orðið auðugir hvað sem það kostar öll hin.

Okkur finnst ekki rétt fólk hagnist á því að vera í einokunarstöðu við að selja okkur varning sem við verðum að kaupa. Okkur finnst ekki sanngjarnt að menn fái úthlutað ókeypis einkaaðgangi að sameiginlegum auðlindum og fari svo að selja öðrum aðgang að þessum einkarétti – jafnvel að veðsetja hann fyrir gríðarlegar fjárhæðir sem eru svo faldar í skattaskjólum. Við erum ekki hrifin af skattaskjólum. Við erum ekki hrifin af kúlulánakapítalisma. Við erum ekki hrifin af gervivaxtarbólum sem springa fyrr en varir með hörmulegum afleiðingum fyrir aðra en þá sem blésu út bólurnar. Við erum ekki hrifin af því að fólk raki saman auði á því að hagnast á veikindum annarra, eða hinu að kenna forréttindabörnum forréttindafræði á meðan hið almenna kerfi sé fjársvelt.

Fólk á að njóta sín
Okkur dreymir um heilbrigt atvinnulíf þar sem sníkjulífsóværan nær ekki að þrífast og reglugerðir koma í veg fyrir einokun og fjárryksugur. Við viljum að dafni bílaverkstæði og bókaútgáfur, forritun, ferðaþjónusta og matvælagerð, blómabúðir, álfaleiðsögn og stjörnuskoðun – og yfirleitt hvað það sem fólki hugkvæmist að nota hæfileika sína í. Því að hugsjón jafnaðarmanna er sú að fólk njóti sín. Velferðarkerfið og vanrækta innviði ætlum við að fjármagna með auðlindagjöldum, að norskri fyrirmynd. Við ætlum að hækka skatta á stóreignafólk en lækka þá á venjulegt launafólk. Um þetta meðal annars snýst pólitík: hvernig við skiptum gæðunum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

CAM00012
oli_740_400
Ármann
Hannes_mynd
Vilhjálmur Bjarnason
Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogsbæjar.
17juni74
Adventa2014_2
Saga Kópavogs