Heilsuefling fyrir 60 ára og eldri

Verkefnið Virkni og vellíðan miðar að heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi. Um er að ræða samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, Háskólans í Reykjavík, Ungmennasambands Kjalarnesþings og íþróttafélaganna þriggja í bænum, Breiðabliks, Gerplu og HK.

Verkefnastjórar Virkni og Vellíðan, Eva Katri?n Friðgeirsdo?ttir og Fri?ða Karen Gunnarsdo?ttir.
Mynd: Anton Brink

Fríða Karen Gunnarsdóttir og Eva Katrín Friðgeirsdóttir verkefnastjórar Virkni og Vellíðan stóðu fyrir mælingum á þátttakendum í desember í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Markmið mælinganna var að kanna áhrif þjálfunar á hreysti og velsæld eldra fólks. Mælt var meðal annars styrkur í efri og neðri líkama, gripstyrkur, liðleiki, jafnvægi og þol en auk þess voru spurningar lagðar fyrir þátttakendur. Niðurstöðurnar verða notaðar til að þróa verkefnið Virkni og vellíðan og stuðla áfram að farsælli öldrun. Fyrirhugað er að skrifa vísindagrein upp úr niðurstöðum rannsóknarinnar. Alls hafa nú um 140 þátttakendur í Virkni og vellíðan látið mæla sig en nú eru um 200 einstaklingar skráðir í verkefnið. Um 60 einstaklingar hafa sótt þjónustuna í félagsmiðstöðunum Gjábakka, Gullsmára og Boðaþingi. 

Verkefnið Virkni og Vellíðan miðar að heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi og er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, íþróttafélaganna þriggja Breiðabliks, Gerplu og HK, Háskólans í Reykjavík og UMSK. Þjónustan sem boðið er upp á fer fram í íþróttahúsum bæjarins, Breiðablik, Gerplu og HK. Núna eru um 200 einstaklingar skráðir í verkefnið.
Mynd: Anton Brink.
Mynd: Anton Brink.
Mynd: Anton Brink.

Hægt er að hafa samband við Virkni og vellíðan í gegnum netfangið virkniogvellidan@gmail.com eða í gegnum fésbókarsíðu verkefnisins.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn