Heilsuefling fyrir 60 ára og eldri

Verkefnið Virkni og vellíðan miðar að heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi. Um er að ræða samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, Háskólans í Reykjavík, Ungmennasambands Kjalarnesþings og íþróttafélaganna þriggja í bænum, Breiðabliks, Gerplu og HK.

Verkefnastjórar Virkni og Vellíðan, Eva Katri?n Friðgeirsdo?ttir og Fri?ða Karen Gunnarsdo?ttir.
Mynd: Anton Brink

Fríða Karen Gunnarsdóttir og Eva Katrín Friðgeirsdóttir verkefnastjórar Virkni og Vellíðan stóðu fyrir mælingum á þátttakendum í desember í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Markmið mælinganna var að kanna áhrif þjálfunar á hreysti og velsæld eldra fólks. Mælt var meðal annars styrkur í efri og neðri líkama, gripstyrkur, liðleiki, jafnvægi og þol en auk þess voru spurningar lagðar fyrir þátttakendur. Niðurstöðurnar verða notaðar til að þróa verkefnið Virkni og vellíðan og stuðla áfram að farsælli öldrun. Fyrirhugað er að skrifa vísindagrein upp úr niðurstöðum rannsóknarinnar. Alls hafa nú um 140 þátttakendur í Virkni og vellíðan látið mæla sig en nú eru um 200 einstaklingar skráðir í verkefnið. Um 60 einstaklingar hafa sótt þjónustuna í félagsmiðstöðunum Gjábakka, Gullsmára og Boðaþingi. 

Verkefnið Virkni og Vellíðan miðar að heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi og er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, íþróttafélaganna þriggja Breiðabliks, Gerplu og HK, Háskólans í Reykjavík og UMSK. Þjónustan sem boðið er upp á fer fram í íþróttahúsum bæjarins, Breiðablik, Gerplu og HK. Núna eru um 200 einstaklingar skráðir í verkefnið.
Mynd: Anton Brink.
Mynd: Anton Brink.
Mynd: Anton Brink.

Hægt er að hafa samband við Virkni og vellíðan í gegnum netfangið virkniogvellidan@gmail.com eða í gegnum fésbókarsíðu verkefnisins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
lus
Smiðjuhverfi_kort
VGKop
Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salarins. Ljósmynd: Geir Ólafsson.
Margrét Tryggvadóttir  Skipar 2. sæti á Samfylkingarinnar í SV kjördæmi
Jón Finnbogason
cycle
hlatur