• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Heilsuefling hagur allra í Kópavogi

Heilsuefling hagur allra í Kópavogi
ritstjorn
29/05/2014
Hlín Bjarnadóttir skipar 11. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Hlín Bjarnadóttir skipar 11. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Gríðarleg aukning er á tíðni lífsstílssjúkdóma og árlega má rekja allt að 63% dauðsfalla í heiminum til þeirra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) spáir frekari aukningu á komandi árum. WHO hvetur yfirvöld til aðgerða og fólk til ábyrgðar hvað varðar heilsutengda hegðun og bendir á fjóra aðaláhættuþætti lífsstílssjúkdóma sem eru hreyfingaleysi, óhollt mataræði, reykingar og áfengisneysla. Kópavogur hefur alla burði til að vera í farabroddi hvað varðar heilsueflingu bæjarbúa og starfsfólks en betur má ef duga skal.

Mikilvægi hreyfingar alla ævi

Að vera virkur í daglegu lífi alla ævi og fá tækifæri til þess skiptir öllu máli þar sem þrekleysi hefur meiri áhrif á lífslíkur okkar en offita, reykingar og sykursýki til samans. Viðmið WHO um daglega hreyfingu eru að börn og unglingar eigi að vera líkamlega virk í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir í minnst 30 mínútur. Er þeim viðmiðum fylgt í starfi á vegum bæjarins?

Tryggja þarf góða aðstöðu á leikskólum, skólum og í dægradvöl og kanna þann möguleika að nýta íþróttamannvirki betur yfir daginn fyrir fólk á öllum aldri. Stórir árgangar barna, fjölgun aldraðra, aukið sjálfstæði fatlaðra og fleiri bótaþegar kalla á frekari úrræði. Auka þarf fjölbreytni í heilsurækt, íþrótta- og tómstundastarfi óháð aldri, kyni, færni, áhuga og efnahag. Hreyfing þarf ekki að kosta mikið, margir velja að stunda göngu, hlaup, hjólreiðar, sund og heimaæfingar. Mikilvægt er að þeir sem sækja skipulagða starfssemi hafi valkosti þar sem gæði eru sett ofar gróða.

Örugg útivist og ferðamáti
Samfylkingin vill samþættingu skóla og frístunda barna og unglinga þar sem tómstundavagnar eru fyrir alla. Almenningssamgöngur, göngu- og hjólastígar eiga að tengja heimili, skóla, heilsuræktar-, íþrótta- og tómstundamiðstöðvar. Umhverfi Kópavogs bíður upp á margbreytilegt landslag til hreyfingar og útivistar en breikka þarf samliggjandi göngu- og hjólastíga til að minnka slysahættu manna og dýra. Fyrir þá sem nota hjólið sem samgöngutæki og vilja fara hraðar yfir þarf samliggjandi gangstéttir, hjóla- og akbrautir líkt og í löndum þar sem hjólamenning er mikil.

Hollusta og vinnuvernd
Samfylkingin vill að nemendur á öllum skólastigum, starfsfólk bæjarins og þeir sem fá þjónustu í heimahús, í dagvist eða á sambýlum fái næringaríkar máltíðir. Tryggja skal að náms- og vinnuaðstaða styðji við vellíðan, góða líkamsbeitingu og öryggi.Starfsmenn bæjarins vinna mörg ólík störf við mismunandi aðstæður og huga þarf að andlegum og líkamlegum álagsþáttum sem og hvetja til hollra lífshátta til að vinna gegn heilsubresti.Álag og verkefni við hæfi, tímabundið eða langvarandi minnkað starfshlutfall og sveigjanlegur vinnutími hentar þeim sem búa við skerta starfsgetu. Heilsa, vellíðan og góð launakjör eru stór hluti af lífsgæðum. Hvetja skal fólk til að vinna til að halda heilsu fremur en að hafa heilsu til að vinna.

Samfylkingin vill að kópavogsbúar hafi fjölbreytta möguleika til að viðhalda heilbrigðum lífsstíl sem stuðlar að auknum lífslíkum og betri lífsgæðum. Heildræn sýn á heilsueflingu og vinnuvernd er mikilvæg þar sem virk lýðheilsustefna styður við heilsutengda hegðun. Bæjaryfirvöld eiga að meta gildi góðrar heilsu og vera meðvituð um að heilbrigðis-, velferðar, mennta-, íþrótta-, tómstunda, skipulags- og umhverfismál eru málaflokkar heilsueflingar.

-Hlín Bjarnadóttir, sjúkraþjálfari, skipar 11. sæti á lista Samfylkingarinnar.

Efnisorð
Fréttir
29/05/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.