Einkarekna heilsugæslan í Salahverfi í Kópavogi er ein best rekna heilsugæslustöð landsins, að mati nefndar á vegum Heilbrigðisráðuneytisins sem nýverið framkvæmdi úttekt á rekstri heilsugæslustöðva í landinu.
Skýrsluhöfundum fannst reksturinn á heilsugæslustöðinni í Salahverfi vera frammúrskarandi á meðan aðrar heilsugæslustöðvar í landinu keyrðu oftar en ekki fram úr fjárlögum. Í úttektinni á starfseminni kemur meðal annars fram að „stöðin er mjög afkastamikil… aðgengi er hvað best á heilsugæslunni í Salahverfi af öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu..“ og að „…allt er varðar starfsemi, starfsmenn og þjónustu við notendur er til fyrirmyndar.“
Við fórum og hittum Böðvar Ö Sigurjónsson lækni á heilsugæslunni í Salahverfi og forvitnuðumst um galdurinn á bak við að reka þessa stöð með jafn árangursríkum hætti og raun ber vitni.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.