Heimavöllur HK verður í Kórnum

Kórinn
HK brýtur blað í knattspyrnusögunni því heimavöllur þess verður í knattspyrnuhöll. Mynd: hk.is

HK mun brjóta blað í íslenskri knattspyrnusögu á komandi keppnistímabili því meistaraflokkur karla verður fyrsta liðið í efri deildum til að vera með knattspyrnuhöll sem fastan heimavöll sinn á Íslandsmóti.Þetta kemur fram í frétt frá HK á hk.is

HK mun því ekki spila heimaleiki sína í Kórnum en ekki á Kópavogsvelli eða í Fagralundi.

„Við lítum ekki lengur á Kópavogsvöll sem okkar heimavöll, enda fluttum við nær alfarið af honum um mitt síðasta sumar og spiluðum seinni hluta tímabilsins í Fagralundi,“ segir Sigurjón Sigurðsson, formaður HK, við HK-vefinn.
„Auðvitað myndum við kjósa að spila áfram heimaleikina í Fagralundi en því miður er hvorki hægt að spila þar né á grasvellinum við Kórinn í 1. deild vegna skorts á aðstöðu fyrir áhorfendur. Þar fyrir utan er útlitið með grasvellina fyrir vorið ekki gott því það er hætt við að þeir séu mikið skemmdir vegna svellsins sem hefur legið á þeim. Í Kórnum er allt til alls, frábær aðstaða fyrir áhorfendur og góður gervigrasvöllur þar sem okkar lið æfir stóran hluta ársins. Við höfum sótt formlega um það til KSÍ að nota húsið sem okkar heimavöll,“ sagði Sigurjón.

Kórinn rúmar nákvæmlega 1.452 áhorfendur í sæti og húsið er löglegt fyrir landsleiki, enda hafa bæði A-landslið karla og kvenna spilað þar opinbera landsleiki á undanförnum árum, að því er fram kemur á HK-vefnum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

PicsArt_18_6_2014 22_49_30
Hopmynd
HjordisogTheodora
Sandra Fairbairn
ÍK hlaupið
una_maria
thorgerdur-katrin-gunnarsdottir
Adventa2014_3
Þríhnúkagígur 1991, Séð af botni hvelfingarinnar, upp gosrásina