Heimilislaus kona fékk fjórar milljónir í vinning

v2video
Video-markaðurinn sér um reksturinn á Happahúsinu í Kringlunni, en í júli og ágúst hafa fimm manns fengið eina milljón eða meira í vinning í happdrættunum hjá Video-markaðnum í Hamraborg.

Ung heimilislaus kona sem keypti tvöfaldan miða í mai á þessu ári í Happahúsinu í Kringlunni datt í lukkupottinn nú í september. Þrátt fyrir erfiðleika í fjárhagsmálum endurnýjaði hún happdrættismiðana, að því er fram kemur í tilkynningu frá rekstraraðila Happahússins.

Fyrir stuttu fékk konan hringingu frá Guðlaugi, umboðsmanni happdrættis DAS í Happahúsinu, þar sem henni var tilkynnt um að hún hefði unnið tvær milljón krónur á hvorn miða, eða fjórar milljónir samtals.

Í síðustu viku fékk lottókaupandi tvær milljónir í vinning á miða sem hann keypti í Happahúsinu.

Mikill happsæld hvílir á báðum þessum stöðum, segir í tilkynningu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn