Heimilislaus kona fékk fjórar milljónir í vinning

v2video
Video-markaðurinn sér um reksturinn á Happahúsinu í Kringlunni, en í júli og ágúst hafa fimm manns fengið eina milljón eða meira í vinning í happdrættunum hjá Video-markaðnum í Hamraborg.

Ung heimilislaus kona sem keypti tvöfaldan miða í mai á þessu ári í Happahúsinu í Kringlunni datt í lukkupottinn nú í september. Þrátt fyrir erfiðleika í fjárhagsmálum endurnýjaði hún happdrættismiðana, að því er fram kemur í tilkynningu frá rekstraraðila Happahússins.

Fyrir stuttu fékk konan hringingu frá Guðlaugi, umboðsmanni happdrættis DAS í Happahúsinu, þar sem henni var tilkynnt um að hún hefði unnið tvær milljón krónur á hvorn miða, eða fjórar milljónir samtals.

Í síðustu viku fékk lottókaupandi tvær milljónir í vinning á miða sem hann keypti í Happahúsinu.

Mikill happsæld hvílir á báðum þessum stöðum, segir í tilkynningu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem