Ung heimilislaus kona sem keypti tvöfaldan miða í mai á þessu ári í Happahúsinu í Kringlunni datt í lukkupottinn nú í september. Þrátt fyrir erfiðleika í fjárhagsmálum endurnýjaði hún happdrættismiðana, að því er fram kemur í tilkynningu frá rekstraraðila Happahússins.
Fyrir stuttu fékk konan hringingu frá Guðlaugi, umboðsmanni happdrættis DAS í Happahúsinu, þar sem henni var tilkynnt um að hún hefði unnið tvær milljón krónur á hvorn miða, eða fjórar milljónir samtals.
Í síðustu viku fékk lottókaupandi tvær milljónir í vinning á miða sem hann keypti í Happahúsinu.
Mikill happsæld hvílir á báðum þessum stöðum, segir í tilkynningu.