Heimir Jónasson ráðinn framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs

Heimir Jónasson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.
Heimir Jónasson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.

Heimir Jónasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs. Heimir er fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2 og hefur undanfarið starfað sjálfstætt sem ráðgjafi í auglýsinga- og markaðsmálum og þjónustað erlendar fréttastofur og kvikmyndafyrirtæki á ferð um landið.  Heimir starfaði 2011-2016 sem framleiðandi og markaðsráðgjafi fyrir Íslensku auglýsingastofuna og hefur m.a. komið að mörgum verkefnum á svið ferðamála í tengslum við Inspired by Iceland og Icelandair ásamt því að starfa sem þjálfari hjá Dale Carnegie.

Heimir er Diplom Producer frá Kvikmyndaháskólanum í München og stundar nú MBA nám við Háskóla Íslands.

„Ég er mjög þakklátur fyrir að vera treyst fyrir þeim fjölmörgu spennandi verkefnum sem Markaðsstofa Kópavogs tekst á við og hlakka mikið til að starfa með fyrirtækjum, íbúum og starfsfólkinu hjá Kópavogsbæ. Hér er fjölbreytt fyrirtækjaflóra og stór fyrirtæki að setjast hér að. Kópavogur er öflugur íþróttabær og á menningarsviðinu hefur t.a.m. Salurinn náð að festa sig í sessi sem mikilvægt svið í tónlistarlífinu.  Síðan eru það þessir risa viðburðir eins og tónleikarnir með Justin Timerlake í fyrra og Justin Bieber núna í haust í samvinnu við Senu. Þeir eru að koma Kópavogi á kortið sem bæ stórviðburða. Það er ljóst að tækifærin eru mörg í frekari uppbyggingu í Kópavogi og margt framundan hjá Markaðsstofunni.“

Markaðsstofa Kópa­vogs er sjálf­seign­ar­stofn­un og hef­ur það hlut­verk að efla ímynd og at­vinnuþróun í Kópa­vogi, starfa að ferða- og markaðsmá­l­um og stuðla þannig að því að bæta lífs­gæði og glæða mann­líf og at­vinnu­líf í bæn­um. Markaðsstof­an er brú á milli at­vinnu­lífs og stjórn­sýslu bæj­ar­ins og teng­ir sam­an ólíka hags­muna­hópa í bæn­um.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn