Heimir Jónasson ráðinn framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs

Heimir Jónasson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.
Heimir Jónasson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.
Heimir Jónasson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.

Heimir Jónasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs. Heimir er fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2 og hefur undanfarið starfað sjálfstætt sem ráðgjafi í auglýsinga- og markaðsmálum og þjónustað erlendar fréttastofur og kvikmyndafyrirtæki á ferð um landið.  Heimir starfaði 2011-2016 sem framleiðandi og markaðsráðgjafi fyrir Íslensku auglýsingastofuna og hefur m.a. komið að mörgum verkefnum á svið ferðamála í tengslum við Inspired by Iceland og Icelandair ásamt því að starfa sem þjálfari hjá Dale Carnegie.

Heimir er Diplom Producer frá Kvikmyndaháskólanum í München og stundar nú MBA nám við Háskóla Íslands.

„Ég er mjög þakklátur fyrir að vera treyst fyrir þeim fjölmörgu spennandi verkefnum sem Markaðsstofa Kópavogs tekst á við og hlakka mikið til að starfa með fyrirtækjum, íbúum og starfsfólkinu hjá Kópavogsbæ. Hér er fjölbreytt fyrirtækjaflóra og stór fyrirtæki að setjast hér að. Kópavogur er öflugur íþróttabær og á menningarsviðinu hefur t.a.m. Salurinn náð að festa sig í sessi sem mikilvægt svið í tónlistarlífinu.  Síðan eru það þessir risa viðburðir eins og tónleikarnir með Justin Timerlake í fyrra og Justin Bieber núna í haust í samvinnu við Senu. Þeir eru að koma Kópavogi á kortið sem bæ stórviðburða. Það er ljóst að tækifærin eru mörg í frekari uppbyggingu í Kópavogi og margt framundan hjá Markaðsstofunni.“

Markaðsstofa Kópa­vogs er sjálf­seign­ar­stofn­un og hef­ur það hlut­verk að efla ímynd og at­vinnuþróun í Kópa­vogi, starfa að ferða- og markaðsmá­l­um og stuðla þannig að því að bæta lífs­gæði og glæða mann­líf og at­vinnu­líf í bæn­um. Markaðsstof­an er brú á milli at­vinnu­lífs og stjórn­sýslu bæj­ar­ins og teng­ir sam­an ólíka hags­muna­hópa í bæn­um.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem