Heimir Jónasson ráðinn framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs

Heimir Jónasson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.
Heimir Jónasson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.

Heimir Jónasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs. Heimir er fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2 og hefur undanfarið starfað sjálfstætt sem ráðgjafi í auglýsinga- og markaðsmálum og þjónustað erlendar fréttastofur og kvikmyndafyrirtæki á ferð um landið.  Heimir starfaði 2011-2016 sem framleiðandi og markaðsráðgjafi fyrir Íslensku auglýsingastofuna og hefur m.a. komið að mörgum verkefnum á svið ferðamála í tengslum við Inspired by Iceland og Icelandair ásamt því að starfa sem þjálfari hjá Dale Carnegie.

Heimir er Diplom Producer frá Kvikmyndaháskólanum í München og stundar nú MBA nám við Háskóla Íslands.

„Ég er mjög þakklátur fyrir að vera treyst fyrir þeim fjölmörgu spennandi verkefnum sem Markaðsstofa Kópavogs tekst á við og hlakka mikið til að starfa með fyrirtækjum, íbúum og starfsfólkinu hjá Kópavogsbæ. Hér er fjölbreytt fyrirtækjaflóra og stór fyrirtæki að setjast hér að. Kópavogur er öflugur íþróttabær og á menningarsviðinu hefur t.a.m. Salurinn náð að festa sig í sessi sem mikilvægt svið í tónlistarlífinu.  Síðan eru það þessir risa viðburðir eins og tónleikarnir með Justin Timerlake í fyrra og Justin Bieber núna í haust í samvinnu við Senu. Þeir eru að koma Kópavogi á kortið sem bæ stórviðburða. Það er ljóst að tækifærin eru mörg í frekari uppbyggingu í Kópavogi og margt framundan hjá Markaðsstofunni.“

Markaðsstofa Kópa­vogs er sjálf­seign­ar­stofn­un og hef­ur það hlut­verk að efla ímynd og at­vinnuþróun í Kópa­vogi, starfa að ferða- og markaðsmá­l­um og stuðla þannig að því að bæta lífs­gæði og glæða mann­líf og at­vinnu­líf í bæn­um. Markaðsstof­an er brú á milli at­vinnu­lífs og stjórn­sýslu bæj­ar­ins og teng­ir sam­an ólíka hags­muna­hópa í bæn­um.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór