Heimsóttu Lionsklúbb Kópavogs

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs þáðu nýverið boð Lionsklúbbs Kópavogs til að fræðast um starf og verkefni klúbbsins. Sérstök kynning var á einu stærsta verkefni sem klúbburinn hefur tekið að sér en það er uppbygging Kópavogsbúsins, elsta og eina friðaða húsi bæjarins. Kópavogsbær kemur með beinum fjárstuðningi að því verkefni. 

Kópavogsbúið er eina friðaða hús bæjarins. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Orri Hlöðversson formaður bæjarráðs sóttu vaska Lionsmenn heim á dögunum sem hafa tekið að sér uppbyggingu Kópavogsbúsins.

Þau Ásdís og Orri heimsóttu klúbbinn í félagsaðstöðu hans að Kópavogsgerði 4 þar sem boðið var upp á veitingar og stutta yfirferð um sögu Lionsklúbbs Kópavogs.

Að kynningu lokinni var þeim boðið að skoða framkvæmdir við Kópavogsbúið. Elsti hluti Kópavogsbúsins var reistur á árunum 1902-1904 úr samskonar steinum og alþingishúsið er reist úr. Ábúandi þess tíma var menntaður steinsmiður og vann einnig við byggingu Alþingishússins.

Stefnt er að því að íbúðarhúsin verði tilbúin um mitt ár 2024. Íbúðirnar verða tvær í húsinu og munu þær verða nýttar af Lionsklúbbnum til útleigu til aðstandenda langveikra barna sem dvelja í Rjóðrinu ásamt aðstandenda sjúklinga líknardeildar sem er í túnfætinum á Kópavogstúni.

Ljósmyndir: Marteinn Sigurgeirsson.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn