Heimsóttu Lionsklúbb Kópavogs

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs þáðu nýverið boð Lionsklúbbs Kópavogs til að fræðast um starf og verkefni klúbbsins. Sérstök kynning var á einu stærsta verkefni sem klúbburinn hefur tekið að sér en það er uppbygging Kópavogsbúsins, elsta og eina friðaða húsi bæjarins. Kópavogsbær kemur með beinum fjárstuðningi að því verkefni. 

Kópavogsbúið er eina friðaða hús bæjarins. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Orri Hlöðversson formaður bæjarráðs sóttu vaska Lionsmenn heim á dögunum sem hafa tekið að sér uppbyggingu Kópavogsbúsins.

Þau Ásdís og Orri heimsóttu klúbbinn í félagsaðstöðu hans að Kópavogsgerði 4 þar sem boðið var upp á veitingar og stutta yfirferð um sögu Lionsklúbbs Kópavogs.

Að kynningu lokinni var þeim boðið að skoða framkvæmdir við Kópavogsbúið. Elsti hluti Kópavogsbúsins var reistur á árunum 1902-1904 úr samskonar steinum og alþingishúsið er reist úr. Ábúandi þess tíma var menntaður steinsmiður og vann einnig við byggingu Alþingishússins.

Stefnt er að því að íbúðarhúsin verði tilbúin um mitt ár 2024. Íbúðirnar verða tvær í húsinu og munu þær verða nýttar af Lionsklúbbnum til útleigu til aðstandenda langveikra barna sem dvelja í Rjóðrinu ásamt aðstandenda sjúklinga líknardeildar sem er í túnfætinum á Kópavogstúni.

Ljósmyndir: Marteinn Sigurgeirsson.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á