Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs þáðu nýverið boð Lionsklúbbs Kópavogs til að fræðast um starf og verkefni klúbbsins. Sérstök kynning var á einu stærsta verkefni sem klúbburinn hefur tekið að sér en það er uppbygging Kópavogsbúsins, elsta og eina friðaða húsi bæjarins. Kópavogsbær kemur með beinum fjárstuðningi að því verkefni.

Þau Ásdís og Orri heimsóttu klúbbinn í félagsaðstöðu hans að Kópavogsgerði 4 þar sem boðið var upp á veitingar og stutta yfirferð um sögu Lionsklúbbs Kópavogs.
Að kynningu lokinni var þeim boðið að skoða framkvæmdir við Kópavogsbúið. Elsti hluti Kópavogsbúsins var reistur á árunum 1902-1904 úr samskonar steinum og alþingishúsið er reist úr. Ábúandi þess tíma var menntaður steinsmiður og vann einnig við byggingu Alþingishússins.
Stefnt er að því að íbúðarhúsin verði tilbúin um mitt ár 2024. Íbúðirnar verða tvær í húsinu og munu þær verða nýttar af Lionsklúbbnum til útleigu til aðstandenda langveikra barna sem dvelja í Rjóðrinu ásamt aðstandenda sjúklinga líknardeildar sem er í túnfætinum á Kópavogstúni.


