Heitustu gaurarnir í Kópavogi? (Myndband)

Flestir viðmælenda Kópavogsfrétta eru sammála um að heitustu gaurarnir í Kópavogi séu töffararnir á Gjábakka sem leika sér að því að skera út listmuni í tré eins og ekkert sé. Þetta eru þeir Hermann Guðmundsson, Þorsteinn Guðbrandsson, Sigurður Kristjánsson, Sigurbjörn Ólafsson, Marvin Hallgrímsson og Ingimar G. Jónsson. Þorbjörg Valdimarsdóttir er eina konan í hópnum og gefur körlunum ekkert eftir í útskurðinum. Ásgeir Markús Jónsson, sem hefur leiðbeint hópnum frá því í haust, segir að mikil sköpunargleði og húmor einkenni hópinn. Sjá myndband hér að neðan:

Listrænir hæfileikar fá að njóta sín á námskeiði í útskurði í tré í Gjábakka.
Listrænir hæfileikar fá að njóta sín á námskeiði í útskurði í tré í Gjábakka.
1
Ásgeir Markús Jónsson, leiðbeinandi ásamt nemenda.
WP_20140107_15_23_25_Pro
Listamennirnir niðursokknir í útskurðinn.
WP_20140107_15_23_14_Pro
Það er stutt í húmorinn í þessum skemmtilega hóp á Gjábakka.
WP_20140107_15_23_36_Pro
Gefandi nákvæmnisvinna.
WP_20140107_15_22_50_Pro
Efnt verður til sýningar á munum nemendanna á Gjábakka í vor. Allir velkomnir.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í