Flestir viðmælenda Kópavogsfrétta eru sammála um að heitustu gaurarnir í Kópavogi séu töffararnir á Gjábakka sem leika sér að því að skera út listmuni í tré eins og ekkert sé. Þetta eru þeir Hermann Guðmundsson, Þorsteinn Guðbrandsson, Sigurður Kristjánsson, Sigurbjörn Ólafsson, Marvin Hallgrímsson og Ingimar G. Jónsson. Þorbjörg Valdimarsdóttir er eina konan í hópnum og gefur körlunum ekkert eftir í útskurðinum. Ásgeir Markús Jónsson, sem hefur leiðbeint hópnum frá því í haust, segir að mikil sköpunargleði og húmor einkenni hópinn. Sjá myndband hér að neðan:





