Heitustu karlar bæjarins á herrakvöldi Lions

Heimildir Kópavogsblaðsins herma að heitustu karlar bæjarins ætli á herrakvöld Lions, föstudaginn 13. mars. Matseðillinn verður að hætti víkinga með þýsku ívafi og enginn annar en Logi Bergmann, fyrrverandi gjaldkeri meistaraflokks ÍK, muni flytja ræðu. Það á klárlega engum eftir að leiðast því Maggi Kjartans verður skemmtanastjóri og svo verður Svava Kristín Ingólfsdóttir með tónlistaratriði og alls konar húll um ha. Allur ágóði rennur til Rjóðursins sem er hvíldar og endurhæfingarheimili fyrir langveik og fötluð börn.

HERRAKVÖLD 2015 Nytt plagat

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í