Héldu í sér í fyrri hálfleik

Vatnsrennslið í Kópavogi jókst til muna á fyrstu mínútunum í hálfleik Íslendinga og Króata í gær, að því er fram kemur í frétt frá Kópavogsbæ. Notkunin fór úr 175 lítrum á sekúndu í 257 lítra á sekúndu frá klukkan 20:00 til 20:14. Þessar upplýsingar fengust frá Vatnsveitu Kópavogs.

Kópavogsbúar héldu í sér fram að hálfleik í leik Króatíu og Íslands í gær, miðað við upplýsingar frá Vatnsveitu Kópavogs.
Kópavogsbúar héldu í sér fram að hálfleik í leik Króatíu og Íslands í gær, miðað við upplýsingar frá Vatnsveitu Kópavogs.  Mynd: Sport.is/ksi.is

Leiða má líkum að því að Kópavogsbúar hafi þarna margir hverjir verið að fara á klósettið á sama tíma þar sem þeir hafi haldið í sér allan fyrri hálfleikinn.

Samkvæmt upplýsingum frá áhaldahúsi Kópavogs eykst vatnsrennsli gjarnan á sumrin, þegar fólk vökvar garðana sína og á aðfangadag frá kl. 16:00 til 18:00 en þá eru væntanlega margir að fara í sturtu eða bað. Vatnsnotkunin eykst einnig þegar Evróvisjón stendur yfir, eða rétt á eftir íslenska laginu, en þá gefa líklega margir sér loks tíma til að fara á klósettið.

Orkuveita Reykjavíkur gaf í gær út upplýsingar um vatnsnotkun í Reykjavík á meðan landsleikurinn stóð yfir í Króatíu. Notkunin þar var svipuð og hér í Kópavogi sem segir okkur að höfuðborgarbúar hafi almennt nýtt hálfleikinn vel.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn