Héldu í sér í fyrri hálfleik

Vatnsrennslið í Kópavogi jókst til muna á fyrstu mínútunum í hálfleik Íslendinga og Króata í gær, að því er fram kemur í frétt frá Kópavogsbæ. Notkunin fór úr 175 lítrum á sekúndu í 257 lítra á sekúndu frá klukkan 20:00 til 20:14. Þessar upplýsingar fengust frá Vatnsveitu Kópavogs.

Kópavogsbúar héldu í sér fram að hálfleik í leik Króatíu og Íslands í gær, miðað við upplýsingar frá Vatnsveitu Kópavogs.
Kópavogsbúar héldu í sér fram að hálfleik í leik Króatíu og Íslands í gær, miðað við upplýsingar frá Vatnsveitu Kópavogs.  Mynd: Sport.is/ksi.is

Leiða má líkum að því að Kópavogsbúar hafi þarna margir hverjir verið að fara á klósettið á sama tíma þar sem þeir hafi haldið í sér allan fyrri hálfleikinn.

Samkvæmt upplýsingum frá áhaldahúsi Kópavogs eykst vatnsrennsli gjarnan á sumrin, þegar fólk vökvar garðana sína og á aðfangadag frá kl. 16:00 til 18:00 en þá eru væntanlega margir að fara í sturtu eða bað. Vatnsnotkunin eykst einnig þegar Evróvisjón stendur yfir, eða rétt á eftir íslenska laginu, en þá gefa líklega margir sér loks tíma til að fara á klósettið.

Orkuveita Reykjavíkur gaf í gær út upplýsingar um vatnsnotkun í Reykjavík á meðan landsleikurinn stóð yfir í Króatíu. Notkunin þar var svipuð og hér í Kópavogi sem segir okkur að höfuðborgarbúar hafi almennt nýtt hálfleikinn vel.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar