Héldu í sér í fyrri hálfleik

Vatnsrennslið í Kópavogi jókst til muna á fyrstu mínútunum í hálfleik Íslendinga og Króata í gær, að því er fram kemur í frétt frá Kópavogsbæ. Notkunin fór úr 175 lítrum á sekúndu í 257 lítra á sekúndu frá klukkan 20:00 til 20:14. Þessar upplýsingar fengust frá Vatnsveitu Kópavogs.

Kópavogsbúar héldu í sér fram að hálfleik í leik Króatíu og Íslands í gær, miðað við upplýsingar frá Vatnsveitu Kópavogs.
Kópavogsbúar héldu í sér fram að hálfleik í leik Króatíu og Íslands í gær, miðað við upplýsingar frá Vatnsveitu Kópavogs.  Mynd: Sport.is/ksi.is

Leiða má líkum að því að Kópavogsbúar hafi þarna margir hverjir verið að fara á klósettið á sama tíma þar sem þeir hafi haldið í sér allan fyrri hálfleikinn.

Samkvæmt upplýsingum frá áhaldahúsi Kópavogs eykst vatnsrennsli gjarnan á sumrin, þegar fólk vökvar garðana sína og á aðfangadag frá kl. 16:00 til 18:00 en þá eru væntanlega margir að fara í sturtu eða bað. Vatnsnotkunin eykst einnig þegar Evróvisjón stendur yfir, eða rétt á eftir íslenska laginu, en þá gefa líklega margir sér loks tíma til að fara á klósettið.

Orkuveita Reykjavíkur gaf í gær út upplýsingar um vatnsnotkun í Reykjavík á meðan landsleikurinn stóð yfir í Króatíu. Notkunin þar var svipuð og hér í Kópavogi sem segir okkur að höfuðborgarbúar hafi almennt nýtt hálfleikinn vel.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem