Píratar í Kópavogi fagna því að áframhaldandi trúnaður um meðmælendur með framboðslistum til bæjarstjórnar Kópavogs verði virtur. Yfirkjörstjórn Kópavogs tilkynnti í dag að umboðsmenn framboða Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefðu afturkallað beiðnir um að fá meðmælalista annarra framboða afhenta. Yfirkjörstjórn mun því ekki afhenda meðmælalistana.
Málin er samt ekki lokið því enn er nokkrum grundvallarspurningum ósvarað í þessu máli. Innanríkisráðuneytið þarf til að byrja með að gera hreint fyrir sínum dyrum og birta tilvísanir í þær lagaheimildir sem standa að baki álit þess um að birting meðmælalistanna sé heimil.
Það er hins vegar enn alvarlegri hliðar á þessu máli sem hafa smátt og smátt verið að koma í ljós eftir því sem á líður. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur staðfest að flokkurinn haldi skrár um stjórnmálaskoðanir Kópavogsbúa og sú staðreynd að Samfylkingin óskaði einnig eftir meðmælalistunum vekur upp spurningar hvort að sá flokkur haldi einnig slíkar skrár. Píratar sendu fyrr í vikunni áskorun til Persónuverndar um að taka upp sjálfstæða rannsókn á tilvist og lögmæti slíkra lista og við bíðum formlegra svara stofnunarinnar. Málið er alvarlegt og brýnt því það varðar hugsanleg brot á persónuverndarlögum og 71. gr. Stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs.
Sú skylda hvílir einnig á fjölmiðlum landsins að kanna hversu víðtæk gagnaöflun Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um stjórnmálaskoðnir Kópavogsbúa hafi verið undanfarin ár.
-Ingólfur Árni Gunnarsson, oddviti Pírata í Kópavogi