Helga vill leiða Framsókn

Helga Hauksdóttir. Ljósmynd: Atli Már Hafsteinsson.

Helga Hauksdóttir gefur kost á sér í oddvitasætið hjá Framsókn í Kópavogi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Helgu sem er svohljóðandi:

„Á þessu kjörtímabili hef ég verið varabæjarfulltrúi, formaður skipulagsráðs, formaður svæðisskipulagsnefndar og stjórnarformaður Markaðsstofu Kópavogs þannig verkefnin hafa verið fjölbreytt og öll mjög spennandi. Mig langar til þess að leiða sterkan lista Framsóknar í Kópavogi til góðra verka næstu fjögur árin.

Ég hef búið í Kópavogi frá 8 ára aldri. Minn bakgrunnur er í lögfræði og ég hef unnið sem lögfræðingur, bæði hjá hinu opinbera sem og í einkageiranum. Ég er með embættispróf frá Háskóla Íslands, lögmannsréttindi og mun útskrifast með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík nú í vor.

Síðustu fjögur ár hef ég farið fyrir skipulagsmálum í Kópavogi, m.a. gerð nýs aðalskipulags, sem er grunnur að frekari uppbyggingu í Kópavogi, skipulagi miðbæjar Kópavogs og Glaðheima. Mín áherslumál auk skipulagsmála eru að skólar í Kópavogi séu í fremstu röð og góð þjónusta við barnafjölskyldur.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér