Helga vill leiða Framsókn

Helga Hauksdóttir
Helga Hauksdóttir. Ljósmynd: Atli Már Hafsteinsson.

Helga Hauksdóttir gefur kost á sér í oddvitasætið hjá Framsókn í Kópavogi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Helgu sem er svohljóðandi:

„Á þessu kjörtímabili hef ég verið varabæjarfulltrúi, formaður skipulagsráðs, formaður svæðisskipulagsnefndar og stjórnarformaður Markaðsstofu Kópavogs þannig verkefnin hafa verið fjölbreytt og öll mjög spennandi. Mig langar til þess að leiða sterkan lista Framsóknar í Kópavogi til góðra verka næstu fjögur árin.

Ég hef búið í Kópavogi frá 8 ára aldri. Minn bakgrunnur er í lögfræði og ég hef unnið sem lögfræðingur, bæði hjá hinu opinbera sem og í einkageiranum. Ég er með embættispróf frá Háskóla Íslands, lögmannsréttindi og mun útskrifast með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík nú í vor.

Síðustu fjögur ár hef ég farið fyrir skipulagsmálum í Kópavogi, m.a. gerð nýs aðalskipulags, sem er grunnur að frekari uppbyggingu í Kópavogi, skipulagi miðbæjar Kópavogs og Glaðheima. Mín áherslumál auk skipulagsmála eru að skólar í Kópavogi séu í fremstu röð og góð þjónusta við barnafjölskyldur.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á