Helga vill leiða Framsókn

Helga Hauksdóttir
Helga Hauksdóttir. Ljósmynd: Atli Már Hafsteinsson.

Helga Hauksdóttir gefur kost á sér í oddvitasætið hjá Framsókn í Kópavogi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Helgu sem er svohljóðandi:

„Á þessu kjörtímabili hef ég verið varabæjarfulltrúi, formaður skipulagsráðs, formaður svæðisskipulagsnefndar og stjórnarformaður Markaðsstofu Kópavogs þannig verkefnin hafa verið fjölbreytt og öll mjög spennandi. Mig langar til þess að leiða sterkan lista Framsóknar í Kópavogi til góðra verka næstu fjögur árin.

Ég hef búið í Kópavogi frá 8 ára aldri. Minn bakgrunnur er í lögfræði og ég hef unnið sem lögfræðingur, bæði hjá hinu opinbera sem og í einkageiranum. Ég er með embættispróf frá Háskóla Íslands, lögmannsréttindi og mun útskrifast með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík nú í vor.

Síðustu fjögur ár hef ég farið fyrir skipulagsmálum í Kópavogi, m.a. gerð nýs aðalskipulags, sem er grunnur að frekari uppbyggingu í Kópavogi, skipulagi miðbæjar Kópavogs og Glaðheima. Mín áherslumál auk skipulagsmála eru að skólar í Kópavogi séu í fremstu röð og góð þjónusta við barnafjölskyldur.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Pétur Hrafn Sigurðsson
Screen Shot 2015-03-15 at 10.51.51
una_maria
Hlaupahópur ungra nýgreindra með MS
reynir
Gotugangan_2024_2
Gunnar Bragi Sveinsson
arnar
IMG_2506[59]