Helmingum flugeldana núna

Svifryk yfir Kópavogsdal um síðustu áramót. Mynd: Jóhannes Birgir Jensson.

Síðustu áramót var sett óformlegt Evrópumet í svifryki í Dalsmáranum þegar styrkur svifryks (PM10) í andrúmslofti var 4000 µg/m3 og fínt svifryk (PM 2,5) var 3000 µg/m3. Heilsuverndarmörk fyrir svifryk eru 50 µg/m3 á sólarhring og því viljum við helst hafa styrkinn á  PM10 undir 50 µg/m3 dags daglega. 

Ástæðan var ekki brennan sem var fyrr um kvöldið né flugeldasýningin sem þar fór fram. Svifryk jókst nokkuð á meðan á þessu stóð en var komið í eðlileg mörk á meðan skaupið var í gangi.

Flugeldarnir sem ég og þú skutum upp um miðnætti var ástæðan  fyrir þessum mikla styrk. Mikil stilla þýddi að reykmökkur frá Digranesi, Breiðholti og efri byggðum Kópavogs lak niður Kópavogsdalinn og safnaðist upp í Smáranum. Þar hékk gífurlegt ský yfir svæðinu í rúmlega 6 tíma og olli mörgum einstaklingum miklum óþægindum.

Svifryk er ekki skaðlaust, það sest í lungun og fínt svifryk kemst úr lungunum inn í blóðrásina – þungmálmar í flugeldum geta því farið úr flugeldi í blóðið á stuttum tíma.

Nú erum við komin að tímamótum. Almenningur þarf að fara að skera niður í þeirri eitruðu svifryksframleiðslu sem flugeldar skapa. Aldraðir og fólk með öndunarfærasjúkdóma finna verulega til í vondum loftgæðum. Börn eru líka sérstaklega viðkvæm fyrir svifryki. Margir þurftu að leita sér læknisaðstoðar um áramótin vegna þessa áhrifa en heilsuhraustir geta líka fundið til óþæginda enda líkami okkar ekki skapaður fyrir svona óskapnað.

Sem íbúi í Smárunum sem bruddi svifrykið síðustu áramót, óska ég þess heitt að þetta endurtaki sig ekki. Til þess þarf ég þína aðstoð. Kaupum helmingi minni flugelda þessi áramót, ef þú kaupir 6 kökur keyptu þá 3 núna og gefðu björgunarsveitinni pening í staðinn.

Íbúum ráðlegg ég að hafa glugga lokaða, og kynda vel.

Við treystum á þig og þitt fólk að aðstoða okkur í þessu.Öndum léttar um áramótin.

Jóhannes Birgir Jensson

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar