Héraðsdómur staðfestir að Þorsteinn Hjaltested eigi beinan eignarrétt að Vatnsenda

Frumvarp skiptastjóra um að ráðstafa beri beinum eignarrétti að jörðinni Vatnsenda til Þorsteins Hjaltested, var staðfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Dómurinn féllst ekki á kröfur erfingja Sigurðar K. Hjaltested um að áðurnefnt frumvarp skiptastjóra í dánarbúinu yrði fellt úr gildi og að staðfest yrði að erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested frá árinu 1938 hefði ekki gildi við skipti á dánarbúi Sigurðar. Fyrr á þessu ári höfðu erfingjar Sigurðar stefnt Kópavogsbæ og krafið hann um 75 milljarða vegna eignarnáms í landi í Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Kópavogsbær telur sig aldrei hafa brotið neina samninga og að viðskipti bæjarins hafi ávalt verið við þinglýstan eiganda Vatnsenda.

Nánar má lesa um dóminn á heimasíðu Héraðsdóms Reykjaness.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar