Héraðsdómur staðfestir að Þorsteinn Hjaltested eigi beinan eignarrétt að Vatnsenda

Frumvarp skiptastjóra um að ráðstafa beri beinum eignarrétti að jörðinni Vatnsenda til Þorsteins Hjaltested, var staðfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Dómurinn féllst ekki á kröfur erfingja Sigurðar K. Hjaltested um að áðurnefnt frumvarp skiptastjóra í dánarbúinu yrði fellt úr gildi og að staðfest yrði að erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested frá árinu 1938 hefði ekki gildi við skipti á dánarbúi Sigurðar. Fyrr á þessu ári höfðu erfingjar Sigurðar stefnt Kópavogsbæ og krafið hann um 75 milljarða vegna eignarnáms í landi í Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Kópavogsbær telur sig aldrei hafa brotið neina samninga og að viðskipti bæjarins hafi ávalt verið við þinglýstan eiganda Vatnsenda.

Nánar má lesa um dóminn á heimasíðu Héraðsdóms Reykjaness.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í