Herra Hnetusmjör ætlar að negla á toppinn

Herra Hnetusmjör á vaxandi fylgi að fagna og ætlar að "negla sér á toppinn."
Herra Hnetusmjör á vaxandi fylgi að fagna og ætlar að "negla sér á toppinn."
Herra Hnetusmjör á vaxandi fylgi að fagna og ætlar að „negla sér á toppinn.“

Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, eða „herra Hnetusmjör“ eins og hann kallar sig, er eitt heitasta nafnið á rappsenunni í dag. Lagið hans „Elías“ hefur fengið um þrjátíu þúsund áhorf á Youtube. „Peyjar í Kópavogi,“ er annað vinsælt lag sem fær þó einungis að heyrast innan veggja Menntaskólans í Kópavogi en þar er einmitt rapparinn ungi við nám. Við tókum þennan unga Kópavogsbúa í yfirheyrslu á dögunum:

Hver er maðurinn?
Ég heiti Árni Páll Árnason og er ekkert skyldur nafna mínum, þingmanninum. Ég bjó fyrstu árin í Hveragerði en flutti tíu ára gamall í Vatnsendahverfið í Kópavogi. Nú er ég á þriðja ári á félagsfræðibraut MK og stefni á toppinn.

Af hverju kallar þú þig Herra Hnetusmjör?
Af því að mér finnst hnetusmjör best og ég er bestur.

Um hvað yrkirðu?
Ég rappa um Kópavog og hvað bærinn er nettur. Kópavogur er auðvitað nafli alheimsins. Hér eru allir gaurarnir nettir og skvísurnar heitar og eru að frétta. Ég rappa líka um mig og hvað ég er nettur. Og svo er ég líka að segja í textunum hvað ég er að fá mér og hvað ég sé stundum sjúskaður í hausnum.

Hverjir eru þínir samstarfsaðilar?
Ég starfa mikið með Blaz Roca og Valby Clan Rocka og svo er ég einnig í hljómsveitinni Kop Bois Entertainment eða KBE.

Hverjar eru þínar helstu fyrirmyndir í bransanum?
Rick Ross, French Montana, Úlfur úlfur og Rottweiler. Sjálfur er ég engin fyrirmynd. Eða eins og ég segi í laginu um herra hnetusmjör: „Ég er ekki að leika fyrirmynd, útbrunninn eftir tvö ár eins og Jónsi í Svörtum fötum.“

Hvað er framundan?
Núna er að koma út glænýtt myndband við lag með Klan Rocka og þá verður frumsýningarpartí á Prikinu.

Hvert stefnir þú?
Að taka yfir senuna. Negla á toppinn og vera þar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar