Herra Hnetusmjör bæjarlistamaður

Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör er Bæjarlistamaður Kópavogs 2020. Valið var tilkynnt í gamla skóla listamannsins, Vatnsendaskóla í Kópavogi, á 65 ára afmæli Kópavogsbæjar 11.maí að viðstöddum unglingum í 10. bekk skólans.

Á myndinni eru bæjarlistamaðurinn ásamt lista- og menningarráði og bæjarstjóra. Frá vinstri: Guðmundur Gísli Geirdal, Páll Marís Pálsson, Herra Hnetusmjör, Karen E. Halldórsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Ármann Kr. Ólafsson. Mynd: Kopavogur.is

Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs kynnti tilnefninguna að viðstöddum Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs. Herra Hnetusmjör tekur við keflinu af Rögnu Fróðadóttur textílhönnuði og myndlistarmanni

Nánar um listamanninn

Herra Hnetusmjör hefur skapað sér sess sem einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar undanfarin ár. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, átt plötu ársins og verið valinn flytjandi ársins á Hlustendaverðlaununum árin 2019 og 2020.

Herra Hnetusmjör hefur ekki farið leynt með stolt sitt af því að vera Kópavogsbúi og borið hróður bæjarins víða allt frá því að hann hóf að starfa sem tónlistarmaður árið 2014. Í textum hans er Kópavogur alltaf í forgrunni og hefur verið frá upphafi. Herra Hnetusmjör er einn stofnenda og liðsmaður fjöllistahópsins og útgáfunnar KBE (Kóp Bois Entertainment) sem gefið hefur út fjórar plötur og fjölmörg lög.

Herra Hnetusmjör stýrði sjónvarpsþáttaröðinni Kling kling í Sjónvarpi Símans á síðasta ári og rekur skemmtistaðinn 203 í miðbæ Reykjavíkur, en staðurinn vísar til póstnúmersins í Kópavogi. 

Um þessar mundir nýtur Herra Hnetusmjör sín í föðurhlutverkinu ásamt því að vinna hörðum höndum að næstu plötu sem ætti að líta dagsins ljós fyrir árslok.

Herra Hnetusmjör sagði af þessu tilefni: „Það er alveg geggjað að fá þessa viðurkenningu frá Kópavogsbæ eftir að hafa lagt alla þessa vinnu inn, þetta er þvílíkur heiður og ég er gríðarlega þakklátur. Ég ætla að skjóta tónlistarmyndband um allan Kópavog á stöðum sem hafa mótað mig. Mig langar líka að koma sem flestum Kópavogsbúum í myndbandið en ég mun fara nánar út í þetta verkefni þegar þar að kemur. Ég þakka kærlega fyrir stuðninginn frá Kópavogsbúum gegnum árin og þakka Kópavogsbæ fyrir viðurkenninguna.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar