Hestamannafélagið Sprettur heldur Íslandsmót í hestaíþróttum 2018 á félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks.

Hestamannafélagið Fákur hefur boðið Hestamannafélaginu Spretti afnot af landsmótsvæði sínu í Víðidal fyrir Íslandsmót allra flokka, daganna 18. – 22. júlí nk. sem Spretti var úthlutað á Landsþingi hestamanna sl. haust.

Sprettur hefur ákveðið að þiggja þetta góða boð og mun Sprettur því halda Íslandsmót 2018 á stórglæsilegu félagssvæði Fáks.

Ljóst er að mjög vel hefur til tekist með uppbyggingu á svæðinu, sem er allt hið glæsilegasta og því vel við hæfi að Íslandsmót okkar hestamanna fari þar fram.

Stefna forsvarsmenn Spretts og Fáks að enn öflugra samstarfi þessara tveggja stærstu hestamannafélaga landsins á komandi misserum.

Hjörtur Bergstað formaður Fáks og Sveinbjörn Sveinbjörnsson formaður Spretts.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar