Hestamannafélagið Sprettur heldur Íslandsmót í hestaíþróttum 2018 á félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks.

Hestamannafélagið Fákur hefur boðið Hestamannafélaginu Spretti afnot af landsmótsvæði sínu í Víðidal fyrir Íslandsmót allra flokka, daganna 18. – 22. júlí nk. sem Spretti var úthlutað á Landsþingi hestamanna sl. haust.

Sprettur hefur ákveðið að þiggja þetta góða boð og mun Sprettur því halda Íslandsmót 2018 á stórglæsilegu félagssvæði Fáks.

Ljóst er að mjög vel hefur til tekist með uppbyggingu á svæðinu, sem er allt hið glæsilegasta og því vel við hæfi að Íslandsmót okkar hestamanna fari þar fram.

Stefna forsvarsmenn Spretts og Fáks að enn öflugra samstarfi þessara tveggja stærstu hestamannafélaga landsins á komandi misserum.

Hjörtur Bergstað formaður Fáks og Sveinbjörn Sveinbjörnsson formaður Spretts.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn