Hestamannafélagið Sprettur heldur Íslandsmót í hestaíþróttum 2018 á félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks.

Hjörtur Bergstað formaður Fáks & Sveinbjörn Sveinbjörnsson formaður Spretts.

Hestamannafélagið Fákur hefur boðið Hestamannafélaginu Spretti afnot af landsmótsvæði sínu í Víðidal fyrir Íslandsmót allra flokka, daganna 18. – 22. júlí nk. sem Spretti var úthlutað á Landsþingi hestamanna sl. haust.

Sprettur hefur ákveðið að þiggja þetta góða boð og mun Sprettur því halda Íslandsmót 2018 á stórglæsilegu félagssvæði Fáks.

Ljóst er að mjög vel hefur til tekist með uppbyggingu á svæðinu, sem er allt hið glæsilegasta og því vel við hæfi að Íslandsmót okkar hestamanna fari þar fram.

Stefna forsvarsmenn Spretts og Fáks að enn öflugra samstarfi þessara tveggja stærstu hestamannafélaga landsins á komandi misserum.

Hjörtur Bergstað formaður Fáks og Sveinbjörn Sveinbjörnsson formaður Spretts.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á