Hinn nýi meirihluti

Kristinn Dagur Gissurarson .
Kristinn Dagur Gissurarson .

Þann 24. júní var fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í Kópavogi. Meirihlutinn sem samanstendur af Æ og D lista kynnti þar málefnasamning sinn. Um margt er hann allrar athygli verður. Fyrir það fyrsta er hann sagður byggja á stefnuskrám flokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014. Það er rétt að því leyti að á einum stað er minnst á kirsuberjatré sem Æ listinn setti á oddinn í sínum málflutningi fyrir kosningarnar. Sett eru fram meginmarkmið í upphafi hvers kafla og síðan tæpt almennt á helstu verkum sem meirihlutinn vill standa fyrir.

Kosningaloforð D lista manna
Það er ánægjulegt að sjá að D listinn ætlar að standa við að spjaldtölvuvæða mið- og efsta stig grunnskólans. Fullyrt var á fundinum að ein spjaldtölva yrði á hvern nemanda. Sömuleiðis var athyglisvert að heyra bæjarstjóra fullyrða að staðið yrði við það loforð D lista manna að tómastundastyrkurinn yrði tvöfaldaður þó það sæist ekki í málefnasamningnum. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig meirihlutinn með bæjarstjóra í broddi fylkingar kemur til með að finna nýjar tekjuleiðir til að mæta þeim kostnaði er þessi loforð hafa í för með sér, en hann hleypur á hundruðum milljóna ár hvert.

Hæla ber því sem vel er gert
Til þess að gæta allrar sanngirni ber að halda því á lofti að meginmarkmið sem sett eru fram í upphafi hvers kafla eru lipurlega skrifuð og er næsta líklegt að þar eigi Æ listinn stærstan hlut að máli. Metnaðarfullur texti eins og vera ber sem lýsir því að gera eigi betur en áður, efla, auka, endurskoða, hafa það skemmtilegt og svo framvegis. Allt eins og það á að vera.

Í upphafi skyldi endinn skoða
Málefnasamningur meirihlutans er fagur á að líta þó svo ýmislegt sé þar sett fram á þann hátt að ekki er á hönd festandi. Það er ákveðin þverstæða í því að boða mikið útstreymi úr bæjarsjóði umfram það sem áður var og um leið að boða  lækkun skatta og gjalda. Og í ofanálag er fullyrt að ábyrg fjármálastjórn verði viðhöfð og áhersla á niðurgreiðslu skulda. En bærinn er eins og alþjóð veit, langt yfir þeim mörkum sem sveitarfélögum eru sett hvað varðar skuldastöðu og er í “gjörgæslu” ríkisins.

Vonandi hefur hinn nýji meirihluti í Kópavogi, Æ og D reiknað dæmið til enda og reiknað rétt. Það kemur í ljós á næstu vikum, mánuðum og misserum.

Bestu óskir til bæjarstjórnar í upphafi nýs kjörtímabils. Megi ykkur farnast vel.

Kristinn Dagur Gissurarson, formaður Bæjarmálaráðs Framsóknar í Kópavogi

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér