Hirðing jólatrjáa og skotelda

Jólatré í Kópavogi verða fjarlægð 7.-11.janúar.

Í frétt á vef bæjarins kemur fram að Kópavogsbær mun í ár eins og undanfarin ár fjarlægja jólatré fyrir íbúa sem það vilja. Trén verða fjarlægð dagana 7. janúar til og með 11. janúar. Þeir íbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk með jólatrjám nágrannana ef kostur er. Íbúar eru beðnir um að huga vel að frágangi þannig að trén geti ekki fokið.

Skoteldaleifar sem komið hefur verið fyrir hjá jólatrjám verða einnig hirtar sem og leifar sem safnað hefur verið saman á opnum svæðum.

Ekki verður farið inn á einkalóðir eða safnað saman leifum sem liggja dreift á opnum svæðum.

Einnig geta íbúar losað sig við jólatré og skotelda á endurvinnslustöðvum Sorpu án þess að greiða förgunargjald fyrir það.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar