Hirðing jólatrjáa og skotelda

Jólatré í Kópavogi verða fjarlægð 7.-11.janúar.

Í frétt á vef bæjarins kemur fram að Kópavogsbær mun í ár eins og undanfarin ár fjarlægja jólatré fyrir íbúa sem það vilja. Trén verða fjarlægð dagana 7. janúar til og með 11. janúar. Þeir íbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk með jólatrjám nágrannana ef kostur er. Íbúar eru beðnir um að huga vel að frágangi þannig að trén geti ekki fokið.

Skoteldaleifar sem komið hefur verið fyrir hjá jólatrjám verða einnig hirtar sem og leifar sem safnað hefur verið saman á opnum svæðum.

Ekki verður farið inn á einkalóðir eða safnað saman leifum sem liggja dreift á opnum svæðum.

Einnig geta íbúar losað sig við jólatré og skotelda á endurvinnslustöðvum Sorpu án þess að greiða förgunargjald fyrir það.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð