Hjálparsveit skáta í Kópavogi í viðbragðsstöðu vegna hvassviðris.

Tré rifna upp með rótum og lausir munir fjúka út um allt í hvassviðri sem nú gengur yfir hér syðra. Fólk er beðið um að hafa gætur á og huga að lausamunum í sínu nánasta nágrenni.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi er á vaktinni.  Mynd: hssk.is
Hjálparsveit skáta í Kópavogi er á vaktinni.
Mynd: hssk.is

Hjálparsveit skáta í Kópavogi er ávalt viðbúin ef á þarf að halda. Nokkur útköll hafa verið í dag í Reykjavík, Hafnarfirði og í Garðabæ en engin í Kópavogi.

„Það er allt svo rótfast og vel gróðursett hérna í Kópavogi að það rifnar ekkert upp,“ sagði Guðmundur hjá Hjálparsveitinni nú rétt áðan þegar við slógum á þráðinn. „En það er þó vissara að gæta fyllstu varúðar,“ bætti hann við.

Hvassviðrið verður að mestu gengið niður í nótt og á morgun, í tæka tíð fyrir Hamraborgarhátíðina sem hefst stundvíslega klukkan 11.

Þess ber að geta að núna fer að líða að þeim tíma ársins sem tekið er við nýjum félögum í nýliðaþjálfun Hjálarsveitar Kópavogs. Þetta er upphafið á eins og hálfs árs þjálfunarferli þar sem verðandi félagar sveitarinnar afla sér reynslu og þekkingar sem nauðsynlegt er að hafa til að geta tekið þátt í þeim útköllum sem sveitin fær allan ársins hring, að því er fram kemur á heimasíðu sveitarinnar.

Miðvikudaginn 4. september næstkomandi kl. 20:00 verður haldinn kynningarfundur þar sem áhugasamir geta kynnt sér út á hvað þjálfunin gengur, hvernig hún fer fram og hvers er krafist af þeim sem vilja taka þátt. Kynninginn fer fram í bækistöð sveitarinnar við Brygguvör 2 í Kópavogi.

www.hssk.is

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

163588_10151345112187592_60343583_n
selfjall_2
Hjordis
B-6-eftir-PK-arkitektar
hk-adalfundur-310
Ármann Kr. Ólafsson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Smiðjuhverfi_kort
Orri
margretfridriksxd