Hjálparsveit skáta í Kópavogi í viðbragðsstöðu vegna hvassviðris.

Tré rifna upp með rótum og lausir munir fjúka út um allt í hvassviðri sem nú gengur yfir hér syðra. Fólk er beðið um að hafa gætur á og huga að lausamunum í sínu nánasta nágrenni.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi er á vaktinni.  Mynd: hssk.is
Hjálparsveit skáta í Kópavogi er á vaktinni.
Mynd: hssk.is

Hjálparsveit skáta í Kópavogi er ávalt viðbúin ef á þarf að halda. Nokkur útköll hafa verið í dag í Reykjavík, Hafnarfirði og í Garðabæ en engin í Kópavogi.

„Það er allt svo rótfast og vel gróðursett hérna í Kópavogi að það rifnar ekkert upp,“ sagði Guðmundur hjá Hjálparsveitinni nú rétt áðan þegar við slógum á þráðinn. „En það er þó vissara að gæta fyllstu varúðar,“ bætti hann við.

Hvassviðrið verður að mestu gengið niður í nótt og á morgun, í tæka tíð fyrir Hamraborgarhátíðina sem hefst stundvíslega klukkan 11.

Þess ber að geta að núna fer að líða að þeim tíma ársins sem tekið er við nýjum félögum í nýliðaþjálfun Hjálarsveitar Kópavogs. Þetta er upphafið á eins og hálfs árs þjálfunarferli þar sem verðandi félagar sveitarinnar afla sér reynslu og þekkingar sem nauðsynlegt er að hafa til að geta tekið þátt í þeim útköllum sem sveitin fær allan ársins hring, að því er fram kemur á heimasíðu sveitarinnar.

Miðvikudaginn 4. september næstkomandi kl. 20:00 verður haldinn kynningarfundur þar sem áhugasamir geta kynnt sér út á hvað þjálfunin gengur, hvernig hún fer fram og hvers er krafist af þeim sem vilja taka þátt. Kynninginn fer fram í bækistöð sveitarinnar við Brygguvör 2 í Kópavogi.

www.hssk.is

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem