Hjálparsveit skáta í Kópavogi í viðbragðsstöðu vegna hvassviðris.

Tré rifna upp með rótum og lausir munir fjúka út um allt í hvassviðri sem nú gengur yfir hér syðra. Fólk er beðið um að hafa gætur á og huga að lausamunum í sínu nánasta nágrenni.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi er á vaktinni.  Mynd: hssk.is
Hjálparsveit skáta í Kópavogi er á vaktinni.
Mynd: hssk.is

Hjálparsveit skáta í Kópavogi er ávalt viðbúin ef á þarf að halda. Nokkur útköll hafa verið í dag í Reykjavík, Hafnarfirði og í Garðabæ en engin í Kópavogi.

„Það er allt svo rótfast og vel gróðursett hérna í Kópavogi að það rifnar ekkert upp,“ sagði Guðmundur hjá Hjálparsveitinni nú rétt áðan þegar við slógum á þráðinn. „En það er þó vissara að gæta fyllstu varúðar,“ bætti hann við.

Hvassviðrið verður að mestu gengið niður í nótt og á morgun, í tæka tíð fyrir Hamraborgarhátíðina sem hefst stundvíslega klukkan 11.

Þess ber að geta að núna fer að líða að þeim tíma ársins sem tekið er við nýjum félögum í nýliðaþjálfun Hjálarsveitar Kópavogs. Þetta er upphafið á eins og hálfs árs þjálfunarferli þar sem verðandi félagar sveitarinnar afla sér reynslu og þekkingar sem nauðsynlegt er að hafa til að geta tekið þátt í þeim útköllum sem sveitin fær allan ársins hring, að því er fram kemur á heimasíðu sveitarinnar.

Miðvikudaginn 4. september næstkomandi kl. 20:00 verður haldinn kynningarfundur þar sem áhugasamir geta kynnt sér út á hvað þjálfunin gengur, hvernig hún fer fram og hvers er krafist af þeim sem vilja taka þátt. Kynninginn fer fram í bækistöð sveitarinnar við Brygguvör 2 í Kópavogi.

www.hssk.is

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar