Hjálparsveit skáta í Kópavogi í viðbragðsstöðu vegna hvassviðris.

Tré rifna upp með rótum og lausir munir fjúka út um allt í hvassviðri sem nú gengur yfir hér syðra. Fólk er beðið um að hafa gætur á og huga að lausamunum í sínu nánasta nágrenni.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi er á vaktinni.  Mynd: hssk.is
Hjálparsveit skáta í Kópavogi er á vaktinni.
Mynd: hssk.is

Hjálparsveit skáta í Kópavogi er ávalt viðbúin ef á þarf að halda. Nokkur útköll hafa verið í dag í Reykjavík, Hafnarfirði og í Garðabæ en engin í Kópavogi.

„Það er allt svo rótfast og vel gróðursett hérna í Kópavogi að það rifnar ekkert upp,“ sagði Guðmundur hjá Hjálparsveitinni nú rétt áðan þegar við slógum á þráðinn. „En það er þó vissara að gæta fyllstu varúðar,“ bætti hann við.

Hvassviðrið verður að mestu gengið niður í nótt og á morgun, í tæka tíð fyrir Hamraborgarhátíðina sem hefst stundvíslega klukkan 11.

Þess ber að geta að núna fer að líða að þeim tíma ársins sem tekið er við nýjum félögum í nýliðaþjálfun Hjálarsveitar Kópavogs. Þetta er upphafið á eins og hálfs árs þjálfunarferli þar sem verðandi félagar sveitarinnar afla sér reynslu og þekkingar sem nauðsynlegt er að hafa til að geta tekið þátt í þeim útköllum sem sveitin fær allan ársins hring, að því er fram kemur á heimasíðu sveitarinnar.

Miðvikudaginn 4. september næstkomandi kl. 20:00 verður haldinn kynningarfundur þar sem áhugasamir geta kynnt sér út á hvað þjálfunin gengur, hvernig hún fer fram og hvers er krafist af þeim sem vilja taka þátt. Kynninginn fer fram í bækistöð sveitarinnar við Brygguvör 2 í Kópavogi.

www.hssk.is

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar