Hjartarætur – sagan hans pabba

Út er komin bókin Hjartarætur – sagan hans pabba. Höfundur er Margrét Júlía Rafnsdóttir, Kópavogsbúi til áratuga, kennari við Snælandsskóla í meira en 20 ár og sat jafnframt í bæjarstjórn Kópavogs um tíma. Margrét Júlía ólst þó upp í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið á Týsgötu 8 við Óðinstorg, sem einmitt er sögusvið bókarinnar og spannar sagan meira en hundrað ár.

„Afi minn byggði húsið og pabbi bjó þar í meira en hálfa öld,“ segir Margrét. „Pabbi var einstakur maður og geta allir borið vitni um það er þekktu hann. Hann fór allt of snemma. Ég var mikil pabbastelpa og að missa hann, ég þó komin hátt á fertugsaldur, var mjög erfitt. Að pabba stóðu margir stólpar og langaði mig að kafa betur í sögu hans og í raun að skoða hvað það er sem gerir fólk að góðu fólki. Ég veiktist illa af Covid í mars 2020, ein af þeim fyrstu hér á landi og var lögð inn á spítala. Þar lá ég á stofu þar sem pabbi lá banaleguna. Sagan hans varð áleitin og ákvað ég þá að ekki væri eftir neinu að bíða að skrá hana. Ég hófst því strax handa, í raun á spítalanum. Þegar heim kom þurfti svo að grafa upp ýmsa pappíra og bréf til að vinna úr. Ég ákvað að gefa bókina út sjálf og hefur sagan fengið mjög jákvæðar umsagnir hjá þeim sem hafa lesið hana.“

Margét Júlía gefur sjálf út bókina og hægt er að kaupa hana beint. „Það má hafa samband við mig í margretjulia@gmail.com til að kaupa bók og einnig, ef einhver hefur áhuga á að taka einhver eintök til sölu. Svo kemur hún vonandi á bókasöfn síðar og jafnvel sem hjóðbók. Í bókinni eru einnig margar myndir sem fólki hefur þótt gaman að skoða.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér