Hjólum inn í vorið

Eftir þennan einstaka vetur eru sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu farin að undirbúa vorhreinsun gatna, allt að tveimur vikum fyrr en venjulega. Þetta veit á góða hjólatíð og tími kominn til að þurrka rykið af reiðhjólum heimilisins.

Hjólaviðgerðarstandur við Kópavogstún.

Í Smiðjuhverfinu og í Auðbrekkunni eru reiðhjólaverkstæði sem aðstoða við vorverkin og laga það sem betur má fara á hjólinu auk þess sem í Smáralind er ágætis verslun með reiðhjól. Bærinn hefur líka sett upp viðgerðarstand við Kópavogstúnið þar sem hægt er að herða á skrúfum og snikka til minni lagfæringar.

Til upprifjunar eru hér nokkur vorverka atriði sem auðvelt er að gera:

1. Pumpa vel í dekkin, þrýstingur í venjuleg 26“ fjallahjóladekk er á bilinu 40 – 65 psi pund.

2. Smyrja keðjuna með heppilegri olíu.

3. Fara vel yfir bremsurnar. Fara strax á verkstæðið ef þarf að laga.

Doktor Bæk er frábær liðsmaður og tilbúinn að mæta á alla vinnustaði og vorhátíðir til aðstoðar við ástandsskoðun reiðhjóla. Þá fær hver og einn í leiðinni stutta leiðsögn um hvernig hægt er að gera vel við hjólið sitt. Á næstunni verða settar upp samræmdar vegvísanir um allt höfuðborgarsvæðið, þar sem hjólaleiðir um öll sveitarfélögin verða merkt á hjólastígum. Í Kópavogi verða fyrst settar upp merkingar fyrir rauðu leiðina, hún fer yfir Kópavogshálsinn og tengir saman Hafnarfjörð og Reykjavík. Búið er að teikna inn bæði bláa leið um Kársnes og fjólubláa leið um Lindir/Mjódd en þær verða væntanlega ekki merktar fyrr en sumarið 2018.

Kópavogur er frábær til hjólreiða. Það eru fallegir og greiðfærir stígar um allt bæjarlandið. Nýr stígur liggur meðfram nýja Arnarnesveginum sem vert er að kanna. Það er enginn ferðamáti jafn umhverfisvænn og skilvirkur, eins og að hjólreiðar. Njótum þess að fara hraust og glöð inn í sumarið. Það er alltaf svo gaman að fara saman út að hjóla.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

XS_2013_logo_170
vef17jun59
Nýja línan
Bjarni Sigurbjörnsson
Kópavogur
Hjördís Rósa og Anna Soffía
Sigurbjorg-1
frmbjóðendur
vallagerdisvollur