Hjólum inn í vorið

Eftir þennan einstaka vetur eru sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu farin að undirbúa vorhreinsun gatna, allt að tveimur vikum fyrr en venjulega. Þetta veit á góða hjólatíð og tími kominn til að þurrka rykið af reiðhjólum heimilisins.

Hjólaviðgerðarstandur við Kópavogstún.

Í Smiðjuhverfinu og í Auðbrekkunni eru reiðhjólaverkstæði sem aðstoða við vorverkin og laga það sem betur má fara á hjólinu auk þess sem í Smáralind er ágætis verslun með reiðhjól. Bærinn hefur líka sett upp viðgerðarstand við Kópavogstúnið þar sem hægt er að herða á skrúfum og snikka til minni lagfæringar.

Til upprifjunar eru hér nokkur vorverka atriði sem auðvelt er að gera:

1. Pumpa vel í dekkin, þrýstingur í venjuleg 26“ fjallahjóladekk er á bilinu 40 – 65 psi pund.

2. Smyrja keðjuna með heppilegri olíu.

3. Fara vel yfir bremsurnar. Fara strax á verkstæðið ef þarf að laga.

Doktor Bæk er frábær liðsmaður og tilbúinn að mæta á alla vinnustaði og vorhátíðir til aðstoðar við ástandsskoðun reiðhjóla. Þá fær hver og einn í leiðinni stutta leiðsögn um hvernig hægt er að gera vel við hjólið sitt. Á næstunni verða settar upp samræmdar vegvísanir um allt höfuðborgarsvæðið, þar sem hjólaleiðir um öll sveitarfélögin verða merkt á hjólastígum. Í Kópavogi verða fyrst settar upp merkingar fyrir rauðu leiðina, hún fer yfir Kópavogshálsinn og tengir saman Hafnarfjörð og Reykjavík. Búið er að teikna inn bæði bláa leið um Kársnes og fjólubláa leið um Lindir/Mjódd en þær verða væntanlega ekki merktar fyrr en sumarið 2018.

Kópavogur er frábær til hjólreiða. Það eru fallegir og greiðfærir stígar um allt bæjarlandið. Nýr stígur liggur meðfram nýja Arnarnesveginum sem vert er að kanna. Það er enginn ferðamáti jafn umhverfisvænn og skilvirkur, eins og að hjólreiðar. Njótum þess að fara hraust og glöð inn í sumarið. Það er alltaf svo gaman að fara saman út að hjóla.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér