HK komið á topp 2. deildar eftir góðan sigur á Njarðvík.

HK er komið í efsta sæti 2. deild karla i knattspyrnu eftir góðan sigur á Njarðvíkingum, 3:1, á grasvellinum í Fagralundi í gærkvöldi. Hörður Magnússon skoraði á 8. mínútu og Guðmundur Atli Steinþórsson á 38. mínútu og staðan var 2:0 í hálfleik. Njarðvíkingar minnkuðu muninn á 67. mínútu en Guðmundur Atli skoraði aftur á 86. mínútu og innsiglaði sigurinn. HK-vefurinn greinir frá.

Atgangur upp við mark Njarðvíkur. HK sigraði og er komið á topp 2. deildar karla. Mynd: www.hk.is.  Andri Marino.
Atgangur upp við mark Njarðvíkur. HK sigraði og er komið á topp 2. deildar karla. Mynd: www.hk.is. Andri Marino.

HK er með 37 stig, KV 35, Afturelding 33, Grótta 31, ÍR 30, Dalvík/Reynir 29, Njarðvík 24, Sindri 23, Reynir S. 23, Ægir 20, Höttur 13 og Hamar 10 stig.

Afturelding mætir Sindra á laugardaginn og Dalvík/Reynir mætir Hetti. HK á eftir að spila við Ægi, Aftureldingu og Hött í síðustu þremur umferðunum.

HK-ingar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og náðu forystunni strax á 8. mínútu með marki Harðar. Þannig hélt liðið áfram næstu 20 mínúturnar, skapaði sér fullt af marktækifærum en boltinn vildi ekki í netið. Eftir það var slakað full mikið á, Njarðvíkingar, sem ekki höfðu tapað leik í seinni umferðinni, fóru að ógna og voru nærri því að jafna metin.

En HK bætti við á 38. mínútu þegar Hörður lék í eitt skiptið af mörgum upp hægri kantinn og sendi fyrir markið, og þar var Guðmundur Atli tilbúinn og skoraði sitt 15. mark í deildinni í sumar, 2:0 í hálfleik.

HK byrjaði seinni hálfleikinn eins og þann fyrri en náði ekki að bæta við marki. Í staðinn minnkuðu Njarðvíkingar muninn á 67. mínútu. Beitir Ólafsson varði firnafasta aukaspyrnu Guðmundar Steinarssonar en Theódór Guðni Halldórsson fylgdi á eftir og skoraði, 2:1.

Ásgeir Marteinsson kom ferskur inná sem varamaður á hægri kantinn, HK-ingar héldu áfram að fara þar upp og að lokum kom þriðja markið sem búið var að bíða lengi eftir. Guðmundur Atli skoraði aftur og er orðinn langmarkahæstur í deildinni með 16 mörk.

Þetta var mjög dýrmætur sigur fyrir HK-stráka sem þurfa nú að byrja að einbeita sér strax að leiknum gegn Ægi í Þorlákshöfn næsta fimmtudag.

Gunnlaugur Jónsson þjálfari stillti upp sama byrjunarliði og gegn Gróttu í síðustu viku.

Lið HK:

Mark:
Beitir Ólafsson fyrirliði
Vörn:
Stefán Eggertsson
Bogi Rafn Einarsson
Leifur Andri Leifsson
Alexander Lúðvígsson
Miðja:
Sverrir Þór Garðarsson
Tryggvi Guðmundsson
Atli Valsson
Sókn:
Hörður Magnússon (Ásgeir Marteinsson 64.)
Guðmundur Atli Steinþórsson
Birgir Magnússon (Gunnar Páll Pálsson 87.)
Varamenn:
Kristófer Ernir Geirdal
Ólafur V. Júlíusson
Sölvi Víðisson
Davíð Magnússon
Aron Lloyd Green

www.hk.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér