HK komið á topp 2. deildar eftir góðan sigur á Njarðvík.

HK er komið í efsta sæti 2. deild karla i knattspyrnu eftir góðan sigur á Njarðvíkingum, 3:1, á grasvellinum í Fagralundi í gærkvöldi. Hörður Magnússon skoraði á 8. mínútu og Guðmundur Atli Steinþórsson á 38. mínútu og staðan var 2:0 í hálfleik. Njarðvíkingar minnkuðu muninn á 67. mínútu en Guðmundur Atli skoraði aftur á 86. mínútu og innsiglaði sigurinn. HK-vefurinn greinir frá.

Atgangur upp við mark Njarðvíkur. HK sigraði og er komið á topp 2. deildar karla. Mynd: www.hk.is.  Andri Marino.
Atgangur upp við mark Njarðvíkur. HK sigraði og er komið á topp 2. deildar karla. Mynd: www.hk.is. Andri Marino.

HK er með 37 stig, KV 35, Afturelding 33, Grótta 31, ÍR 30, Dalvík/Reynir 29, Njarðvík 24, Sindri 23, Reynir S. 23, Ægir 20, Höttur 13 og Hamar 10 stig.

Afturelding mætir Sindra á laugardaginn og Dalvík/Reynir mætir Hetti. HK á eftir að spila við Ægi, Aftureldingu og Hött í síðustu þremur umferðunum.

HK-ingar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og náðu forystunni strax á 8. mínútu með marki Harðar. Þannig hélt liðið áfram næstu 20 mínúturnar, skapaði sér fullt af marktækifærum en boltinn vildi ekki í netið. Eftir það var slakað full mikið á, Njarðvíkingar, sem ekki höfðu tapað leik í seinni umferðinni, fóru að ógna og voru nærri því að jafna metin.

En HK bætti við á 38. mínútu þegar Hörður lék í eitt skiptið af mörgum upp hægri kantinn og sendi fyrir markið, og þar var Guðmundur Atli tilbúinn og skoraði sitt 15. mark í deildinni í sumar, 2:0 í hálfleik.

HK byrjaði seinni hálfleikinn eins og þann fyrri en náði ekki að bæta við marki. Í staðinn minnkuðu Njarðvíkingar muninn á 67. mínútu. Beitir Ólafsson varði firnafasta aukaspyrnu Guðmundar Steinarssonar en Theódór Guðni Halldórsson fylgdi á eftir og skoraði, 2:1.

Ásgeir Marteinsson kom ferskur inná sem varamaður á hægri kantinn, HK-ingar héldu áfram að fara þar upp og að lokum kom þriðja markið sem búið var að bíða lengi eftir. Guðmundur Atli skoraði aftur og er orðinn langmarkahæstur í deildinni með 16 mörk.

Þetta var mjög dýrmætur sigur fyrir HK-stráka sem þurfa nú að byrja að einbeita sér strax að leiknum gegn Ægi í Þorlákshöfn næsta fimmtudag.

Gunnlaugur Jónsson þjálfari stillti upp sama byrjunarliði og gegn Gróttu í síðustu viku.

Lið HK:

Mark:
Beitir Ólafsson fyrirliði
Vörn:
Stefán Eggertsson
Bogi Rafn Einarsson
Leifur Andri Leifsson
Alexander Lúðvígsson
Miðja:
Sverrir Þór Garðarsson
Tryggvi Guðmundsson
Atli Valsson
Sókn:
Hörður Magnússon (Ásgeir Marteinsson 64.)
Guðmundur Atli Steinþórsson
Birgir Magnússon (Gunnar Páll Pálsson 87.)
Varamenn:
Kristófer Ernir Geirdal
Ólafur V. Júlíusson
Sölvi Víðisson
Davíð Magnússon
Aron Lloyd Green

www.hk.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem