HK komið á topp 2. deildar eftir góðan sigur á Njarðvík.

HK er komið í efsta sæti 2. deild karla i knattspyrnu eftir góðan sigur á Njarðvíkingum, 3:1, á grasvellinum í Fagralundi í gærkvöldi. Hörður Magnússon skoraði á 8. mínútu og Guðmundur Atli Steinþórsson á 38. mínútu og staðan var 2:0 í hálfleik. Njarðvíkingar minnkuðu muninn á 67. mínútu en Guðmundur Atli skoraði aftur á 86. mínútu og innsiglaði sigurinn. HK-vefurinn greinir frá.

Atgangur upp við mark Njarðvíkur. HK sigraði og er komið á topp 2. deildar karla. Mynd: www.hk.is.  Andri Marino.
Atgangur upp við mark Njarðvíkur. HK sigraði og er komið á topp 2. deildar karla. Mynd: www.hk.is. Andri Marino.

HK er með 37 stig, KV 35, Afturelding 33, Grótta 31, ÍR 30, Dalvík/Reynir 29, Njarðvík 24, Sindri 23, Reynir S. 23, Ægir 20, Höttur 13 og Hamar 10 stig.

Afturelding mætir Sindra á laugardaginn og Dalvík/Reynir mætir Hetti. HK á eftir að spila við Ægi, Aftureldingu og Hött í síðustu þremur umferðunum.

HK-ingar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og náðu forystunni strax á 8. mínútu með marki Harðar. Þannig hélt liðið áfram næstu 20 mínúturnar, skapaði sér fullt af marktækifærum en boltinn vildi ekki í netið. Eftir það var slakað full mikið á, Njarðvíkingar, sem ekki höfðu tapað leik í seinni umferðinni, fóru að ógna og voru nærri því að jafna metin.

En HK bætti við á 38. mínútu þegar Hörður lék í eitt skiptið af mörgum upp hægri kantinn og sendi fyrir markið, og þar var Guðmundur Atli tilbúinn og skoraði sitt 15. mark í deildinni í sumar, 2:0 í hálfleik.

HK byrjaði seinni hálfleikinn eins og þann fyrri en náði ekki að bæta við marki. Í staðinn minnkuðu Njarðvíkingar muninn á 67. mínútu. Beitir Ólafsson varði firnafasta aukaspyrnu Guðmundar Steinarssonar en Theódór Guðni Halldórsson fylgdi á eftir og skoraði, 2:1.

Ásgeir Marteinsson kom ferskur inná sem varamaður á hægri kantinn, HK-ingar héldu áfram að fara þar upp og að lokum kom þriðja markið sem búið var að bíða lengi eftir. Guðmundur Atli skoraði aftur og er orðinn langmarkahæstur í deildinni með 16 mörk.

Þetta var mjög dýrmætur sigur fyrir HK-stráka sem þurfa nú að byrja að einbeita sér strax að leiknum gegn Ægi í Þorlákshöfn næsta fimmtudag.

Gunnlaugur Jónsson þjálfari stillti upp sama byrjunarliði og gegn Gróttu í síðustu viku.

Lið HK:

Mark:
Beitir Ólafsson fyrirliði
Vörn:
Stefán Eggertsson
Bogi Rafn Einarsson
Leifur Andri Leifsson
Alexander Lúðvígsson
Miðja:
Sverrir Þór Garðarsson
Tryggvi Guðmundsson
Atli Valsson
Sókn:
Hörður Magnússon (Ásgeir Marteinsson 64.)
Guðmundur Atli Steinþórsson
Birgir Magnússon (Gunnar Páll Pálsson 87.)
Varamenn:
Kristófer Ernir Geirdal
Ólafur V. Júlíusson
Sölvi Víðisson
Davíð Magnússon
Aron Lloyd Green

www.hk.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

oli_740_400
lysing2
Hlaupahópur ungra nýgreindra með MS
Mynd: Kópavogsblaðið
Adventa2014_3
Runar_og Adalheidur
Þór Jónsson
Auglýsing
Sigurbjorg-1