HK helgin

HK heldur veglega upp á 44 ára afmæli sitt um helgina. Vetrarhátíð félagsins verður annað kvöld klukkan 19:30 í Digranesi. Tilkynnt verður þar um val á íþróttamanni HK. Að venju er dagskráin glæsileg en nú fer hver að verða síðastur að panta sér borð.

Á sunnudaginn, klukkan 14, verður svo formleg afmælishátíð HK í Kórnum, sem verður héðan í frá framtíðar félagsaðstaða HK. Félagið vonast eftir góðu samstarfi við íbúa Kórahverfis og að Kórinn verði lifandi miðstöð íþrótta og mannlífs á svæðinu.

HK var stofnað þann 26 janúar árið 1970. Kórinn er ein stærsta og glæsilegasta íþróttaaðstaða landsins, með tveimur handboltavöllum; yfirbyggðu knatthúsi, einum gervigrasvelli og tveimur grasvöllum.

hkbods
Nánar á www.hk.is

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í