Glæsilegur árangur allra liða 5. flokks karla

Andri Már, Kristján Pétur, Aðalsteinn, Breki, Kári Tómas, Benedikt, Valgeir og Ívar Orri fagna sigri.
Frá vef HK:
Um helgina lauk úrslitakeppni íslandsmóti 5. flokks karla. 5. flokkur HK var á meðal fjögurra efstu liða í A, B, C og D liðum.
D- liðið vann undanúrslitaleik við Víking og lék við ÍA í úrslitum. Þeir voru 3-0 undir í hálfleik en komu sterkir til baka í seinni hálfleik. Því miður dugði það ekki til og tapaðist leikurinn 4-3.
C- liðið tapaði fyrir Blikum í úrslitariðli og endaði því í 3-4. sæti. Þess má geta að þetta var fyrsti tapleikur drengjanna í sumar.
B- liðið lék til úrslita við Víking og tapaði því miður 3-1. Þeir fengu því silfur í annað skiptið í sumar, og, rétt eins og C- liðið, voru að tapa sínum fyrsta leik í Íslandsmóti.
A- lið HK lék til úrslita við nágranna sína í Breiðabliki. Leikurinn fór fram á Kópavogsvelli og var hörkuspennandi. HK komst tvisvar yfir en Blikar jöfnuðu jafn óðum. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 2-2 og var því gripið til framlengingar. HK náði yfirhöndinni snemma í framlengingunni og sleppti henni ekki aftur. Þegar blásið var til leiksloka voru því ósköp glaðir HK strákar sem hömpuðu Íslandsmeistaratitli og bikar! Drengirnir í A- liðinu hafa ekki tapað leik í sumar, hvorki í Íslandsmóti né öðrum mótum sumarsins og eru nú ríkjandi Íslandsmeistarar, Faxaflóameistarar, N1 móts meistarar og Olísmótsmeistarar. Þess má jafnframt geta að 6 af drengjunum 8 eru líka Íslandsmeistarar í handbolta.
Þjálfarar þessara efnilegu stráka allra saman eru þeir Magnús Orri Sæmundsson og Ásgrímur Albertsson sem eru báðir hafa verið sem leikmenn og þjálfarar hjá HK um árabil.
Facebook
Instagram
YouTube
RSS