HK með óskabyrjun. Blikar töpuðu á teppinu í Garðabæ

Lið HK gegn KV. Mynd: hk.is
Lið HK gegn KV. Mynd: hk.is

HK-ingar hófu Íslandsmótið eins og best verður á kosið og sigruðu KV, 3:2, í fyrstu umferð 1. deildar karla í Egilshöllinni í gærkvöldi.
Viktor Unnar Illugason og Atli Valsson komu HK í 2:0 í fyrri hálfleik og Jón Gunnar Eysteinsson bætti þriðja markinu við fljótlega eftir hlé. Eyjólfur Fannar Eyjólfsson svaraði fyrir KV um miðjan seinni hálfleik og í uppbótartíma skoraði Örn Arnaldsson annað mark fyrir Vesturbæingana en sigur HK var þó ekki í hættu.

Fyrir nákvæmlega ári síðan mættust þessi sömu lið í fyrstu umferð 2. deildar, einnig á heimavelli KV, sem þá vann eftir harðan slag. Nú eru bæði lið í 1. deild og þetta var sögulegur leikur fyrir KV, sá fyrsti á þessum vettvangi.

Nánari umfjöllun um leikinn er á hk.is
Blikar töpuðu fyrir KR

Copacabana stuðningssveit Blika lét vel í sér heyra.
Copacabana stuðningssveit Blika lét vel í sér heyra. Mynd:HVH, blikar.is

Það voru súrir Blikar sem yfirgáfu Garðabæinn eftir að hafa tapað 1:2 fyrir KR í hörkuleik á gervigrasvellinum í nágrannasveitarfélaginu. Þrátt fyrir tapið var allt annað að sjá til þeirra grænklæddu í þessum leik miðað við leikinn gegn FH á mánudaginn.  Mark Blika setti Elfar Árni Aðalsteinsson seint í síðari hálfleik eftir snilldarsnúning Árna Vill úti á velli. En því miður dugði þetta mark ekki til að ná í stig í leiknum því Blikabaninn Óskar Örn Hauksson skoraði sigurmark þeirra röndóttu í síðari hálfleik.

Stuðningshópur Blika, sem nefna sig nú ,,Copacapana“ stóð sig með miklum sóma í stúkunni og studdu við bakið á liðinu allan tímann. Næsti leikur Blika er gegn Keflavík suður með sjó á mánudaginn kl.19.15 og þar ætla auðvitað allir Blikar að mæta!

 

Nánari umfjöllun um leikinn og Blika á blikar.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar