HK með óskabyrjun. Blikar töpuðu á teppinu í Garðabæ

Lið HK gegn KV. Mynd: hk.is
Lið HK gegn KV. Mynd: hk.is

HK-ingar hófu Íslandsmótið eins og best verður á kosið og sigruðu KV, 3:2, í fyrstu umferð 1. deildar karla í Egilshöllinni í gærkvöldi.
Viktor Unnar Illugason og Atli Valsson komu HK í 2:0 í fyrri hálfleik og Jón Gunnar Eysteinsson bætti þriðja markinu við fljótlega eftir hlé. Eyjólfur Fannar Eyjólfsson svaraði fyrir KV um miðjan seinni hálfleik og í uppbótartíma skoraði Örn Arnaldsson annað mark fyrir Vesturbæingana en sigur HK var þó ekki í hættu.

Fyrir nákvæmlega ári síðan mættust þessi sömu lið í fyrstu umferð 2. deildar, einnig á heimavelli KV, sem þá vann eftir harðan slag. Nú eru bæði lið í 1. deild og þetta var sögulegur leikur fyrir KV, sá fyrsti á þessum vettvangi.

Nánari umfjöllun um leikinn er á hk.is
Blikar töpuðu fyrir KR

Copacabana stuðningssveit Blika lét vel í sér heyra.
Copacabana stuðningssveit Blika lét vel í sér heyra. Mynd:HVH, blikar.is

Það voru súrir Blikar sem yfirgáfu Garðabæinn eftir að hafa tapað 1:2 fyrir KR í hörkuleik á gervigrasvellinum í nágrannasveitarfélaginu. Þrátt fyrir tapið var allt annað að sjá til þeirra grænklæddu í þessum leik miðað við leikinn gegn FH á mánudaginn.  Mark Blika setti Elfar Árni Aðalsteinsson seint í síðari hálfleik eftir snilldarsnúning Árna Vill úti á velli. En því miður dugði þetta mark ekki til að ná í stig í leiknum því Blikabaninn Óskar Örn Hauksson skoraði sigurmark þeirra röndóttu í síðari hálfleik.

Stuðningshópur Blika, sem nefna sig nú ,,Copacapana“ stóð sig með miklum sóma í stúkunni og studdu við bakið á liðinu allan tímann. Næsti leikur Blika er gegn Keflavík suður með sjó á mánudaginn kl.19.15 og þar ætla auðvitað allir Blikar að mæta!

 

Nánari umfjöllun um leikinn og Blika á blikar.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn