
HK-ingar hófu Íslandsmótið eins og best verður á kosið og sigruðu KV, 3:2, í fyrstu umferð 1. deildar karla í Egilshöllinni í gærkvöldi.
Viktor Unnar Illugason og Atli Valsson komu HK í 2:0 í fyrri hálfleik og Jón Gunnar Eysteinsson bætti þriðja markinu við fljótlega eftir hlé. Eyjólfur Fannar Eyjólfsson svaraði fyrir KV um miðjan seinni hálfleik og í uppbótartíma skoraði Örn Arnaldsson annað mark fyrir Vesturbæingana en sigur HK var þó ekki í hættu.
Fyrir nákvæmlega ári síðan mættust þessi sömu lið í fyrstu umferð 2. deildar, einnig á heimavelli KV, sem þá vann eftir harðan slag. Nú eru bæði lið í 1. deild og þetta var sögulegur leikur fyrir KV, sá fyrsti á þessum vettvangi.
Nánari umfjöllun um leikinn er á hk.is
Blikar töpuðu fyrir KR

Það voru súrir Blikar sem yfirgáfu Garðabæinn eftir að hafa tapað 1:2 fyrir KR í hörkuleik á gervigrasvellinum í nágrannasveitarfélaginu. Þrátt fyrir tapið var allt annað að sjá til þeirra grænklæddu í þessum leik miðað við leikinn gegn FH á mánudaginn. Mark Blika setti Elfar Árni Aðalsteinsson seint í síðari hálfleik eftir snilldarsnúning Árna Vill úti á velli. En því miður dugði þetta mark ekki til að ná í stig í leiknum því Blikabaninn Óskar Örn Hauksson skoraði sigurmark þeirra röndóttu í síðari hálfleik.
Stuðningshópur Blika, sem nefna sig nú ,,Copacapana“ stóð sig með miklum sóma í stúkunni og studdu við bakið á liðinu allan tímann. Næsti leikur Blika er gegn Keflavík suður með sjó á mánudaginn kl.19.15 og þar ætla auðvitað allir Blikar að mæta!
Nánari umfjöllun um leikinn og Blika á blikar.is