Strákarnir í þriðja flokki HK1 rétt misstu af gullinu á hinu sterka móti Gothia Cup í Svíþjóð eftir nauman ósigur í úrslitaleik gegn Onsala BK frá Svíðþjóð í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Þetta er stórkostlegt afrek hjá þessum strákum en silfur í A- úrslitum er líklega besti árangur sem íslenskt karlalið frá Íslandi hefur náð á þessu móti.
Hér má sjá strákana taka á móti silfurverðlaununum:
Árangur liðs 2 hjá HK var líka stórgóður og samanlagður árangur betri en HK hefur nokkru sinni náð áður.
Þjálfararnir, þeir Norbert og Ómar Ingi eiga líka heiður skilinn sem og fararstjórarnir, Auður og Sigga og svo allir strákarnir í liði 2 sem voru aðal stuðningsmennirnir á lokametrunum.
Þess má geta að fjórir strákar úr liði 1 eru í U-17 sem er að fara að keppa á Norðurlandamóti nú í lok júlí, að því er fram kemur á síðu HK.