HK-ingar tóku nýlega við sigurlaununum eftir að hafa tryggt sér sigur í C-deild Íslandsmótsins í öðrum flokki karla. Þeir unnu Sindra, 5:0, í lokaleiknum í Kórnum en voru öruggir með efsta sætið fyrir leikinn og búnir að vinna sér sæti í B-deildinni fyrir næsta tímabil.
Birkir Valur Jónsson og Jón Dagur Þorsteinsson skoruðu tvö mörk hvor og Ísak Óli Helgason eitt. Á síðu HK má sjá mynskeið frá leiknum.
HK fékk 34 stig í 14 leikjum á tímabilinu og endar með markatöluna 47:9. Grótta, sem er með 28 stig og ÍR sem er með 25 stig, eiga bæði einn leik eftir og slást um hvort liðið fylgir HK upp um deild.
Á myndinni er sigurlið HK með bikarinn.