HK-strákar tóku við bikarnum eftir 5:0 sigur

HK sigraði C-deild Íslandsmótsins í 2. flokki karla.

HK-ingar tóku nýlega við sigurlaununum eftir að hafa tryggt sér sigur í C-deild Íslandsmótsins í öðrum flokki karla. Þeir unnu Sindra, 5:0, í lokaleiknum í Kórnum en voru öruggir með efsta sætið fyrir leikinn og búnir að vinna sér sæti í B-deildinni fyrir næsta tímabil.

Birkir Valur Jónsson og Jón Dagur Þorsteinsson skoruðu tvö mörk hvor og Ísak Óli Helgason eitt.  Á síðu HK má sjá mynskeið frá leiknum.

HK fékk 34 stig í 14 leikjum á tímabilinu og endar með markatöluna 47:9. Grótta, sem er með 28 stig og ÍR sem er með 25 stig, eiga bæði einn leik eftir og slást um hvort liðið fylgir HK upp um deild.

Á myndinni er sigurlið HK með bikarinn.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

samkor
v2video
HVH-20140320-001
Bæjarstjórn Kópavogs
Menningarhús Kópavogs
hjólalest3
Jafnréttisviðurkenning
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Olafur-T-Gunnarsson