Hörkuleikur í Fagralundi í kvöld: HK-Njarðvík.

Óhætt er að reikna með hörkuleik í Fagralundi í kvöld þegar HK fær Njarðvíkinga í heimsókn í 2. deild karla en viðureign liðanna hefst klukkan 18.00.
Óhætt er að reikna með hörkuleik í Fagralundi í kvöld þegar HK fær Njarðvíkinga í heimsókn í 2. deild karla en viðureign liðanna hefst klukkan 18.00.

„Þetta verður erfiður leikur því Njarðvíkingar hafa undanfarið sýnt einn mesta stöðugleikann í deildinni að undanförnu. Í síðustu sjö leikjunum hafa þeir unnið þrjá og gert fjögur jafntefli, og samt leikið við öll liðin í efri hluta deildarinnar nema okkur,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari HK um mótherjana í samtali við HK-vefinn.

„Njarðvíkingar fengu fínan liðsauka frá Keflavík í júlí og svo er hinn reyndi Magnús Þormar kominn í markið hjá þeim, þannig að við þurfum heldur betur að vera á tánum. Við náðum upp frábærri baráttu í síðasta leik, gegn Gróttu, og verðum að ná upp sama hugarfari í þessum leik,“ sagði Gunnlaugur.

Guðmundur Steinarsson, hinn gamalreyndi sóknarmaður úr Keflavík, er í stóru hlutverki hjá Njarðvíkingum og þá hefur Theodór Guðni Halldórsson, sem kom til þeirra frá Keflavík í júlí, verið mjög drjúgur og skorað 7 mörk í síðustu 6 leikjum liðsins. Njarðvík hefur unnið Dalvík/Reyni, Hött og ÍR og gert jafntefli við KV, Aftureldingu, Sindra og Gróttu í leikjum sínum í síðari umferð mótsins. HK vann fyrri leik liðanna í sumar í Njarðvík, 3:1, en slæm byrjun Njarðvíkinga á tímabilinu kemur í veg fyrir að þeir eigi raunhæfa möguleika á að vinna sér sæti í 1. deildinni, þrátt fyrir velgengnina undanfarið.

Allir í hópi HK eru tilbúnir í slaginn. „Já, þetta er í fyrsta skipti í sumar sem ég hef úr öllum hópnum að velja,“ sagði Gunnlaugur en Ásgeir Marteinsson kemur inn á ný eftir að hafa verið í leikbanni gegn Gróttu og Aron Lloyd Green er með á ný eftir að hafa misst af síðustu fjórum leikjum.

HK er í 2. sæti fyrir 19. umferðina en fjórir af leikjum hennar fara fram í kvöld. Í efstu sætunum eru KV með 35 stig, HK með 34, Afturelding með 33 og Dalvík/Reynir með 29 stig.

Síðan koma Grótta með 28, ÍR með 27, Njarðvík 24, Sindri 23, Ægir 20, Reynir S. 20, Höttur 13 og Hamar með 10 stig.

www.hk.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Sigurbjorg-2
Þór Jónsson
Karlakór Kópavogs
Pétur – Aníta DSC_1070
Ólympíudagurinn 23. júní 2014 010
!cid_B89602FD-B8F8-4569-817D-8146B96265CE@hir
gymheilsa_logo
1897935_711446095578971_6609896742284474007_n
Sjalfstaedisfelagid