Hörkuleikur í Fagralundi í kvöld: HK-Njarðvík.

Óhætt er að reikna með hörkuleik í Fagralundi í kvöld þegar HK fær Njarðvíkinga í heimsókn í 2. deild karla en viðureign liðanna hefst klukkan 18.00.
Óhætt er að reikna með hörkuleik í Fagralundi í kvöld þegar HK fær Njarðvíkinga í heimsókn í 2. deild karla en viðureign liðanna hefst klukkan 18.00.

„Þetta verður erfiður leikur því Njarðvíkingar hafa undanfarið sýnt einn mesta stöðugleikann í deildinni að undanförnu. Í síðustu sjö leikjunum hafa þeir unnið þrjá og gert fjögur jafntefli, og samt leikið við öll liðin í efri hluta deildarinnar nema okkur,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari HK um mótherjana í samtali við HK-vefinn.

„Njarðvíkingar fengu fínan liðsauka frá Keflavík í júlí og svo er hinn reyndi Magnús Þormar kominn í markið hjá þeim, þannig að við þurfum heldur betur að vera á tánum. Við náðum upp frábærri baráttu í síðasta leik, gegn Gróttu, og verðum að ná upp sama hugarfari í þessum leik,“ sagði Gunnlaugur.

Guðmundur Steinarsson, hinn gamalreyndi sóknarmaður úr Keflavík, er í stóru hlutverki hjá Njarðvíkingum og þá hefur Theodór Guðni Halldórsson, sem kom til þeirra frá Keflavík í júlí, verið mjög drjúgur og skorað 7 mörk í síðustu 6 leikjum liðsins. Njarðvík hefur unnið Dalvík/Reyni, Hött og ÍR og gert jafntefli við KV, Aftureldingu, Sindra og Gróttu í leikjum sínum í síðari umferð mótsins. HK vann fyrri leik liðanna í sumar í Njarðvík, 3:1, en slæm byrjun Njarðvíkinga á tímabilinu kemur í veg fyrir að þeir eigi raunhæfa möguleika á að vinna sér sæti í 1. deildinni, þrátt fyrir velgengnina undanfarið.

Allir í hópi HK eru tilbúnir í slaginn. „Já, þetta er í fyrsta skipti í sumar sem ég hef úr öllum hópnum að velja,“ sagði Gunnlaugur en Ásgeir Marteinsson kemur inn á ný eftir að hafa verið í leikbanni gegn Gróttu og Aron Lloyd Green er með á ný eftir að hafa misst af síðustu fjórum leikjum.

HK er í 2. sæti fyrir 19. umferðina en fjórir af leikjum hennar fara fram í kvöld. Í efstu sætunum eru KV með 35 stig, HK með 34, Afturelding með 33 og Dalvík/Reynir með 29 stig.

Síðan koma Grótta með 28, ÍR með 27, Njarðvík 24, Sindri 23, Ægir 20, Reynir S. 20, Höttur 13 og Hamar með 10 stig.

www.hk.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að