HK tapaði í kvöld og datt niður í þriðja sæti 2. deildar.

Eftir þrjá sigurleiki í röð máttu HK-ingar sætta sig við tap gegn Dalvík/Reyni, 0:2, á Kópavogsvelli í 16. umferð 2. deildar karla í kvöld. HK seig þar með niður í þriðja sæti deildarinnar.

HKHeil umferð var leikin í deildinni í kvöld og önnur úrslit urðu þessi:

Höttur – ÍR 1:1
Ægir – Reynir S. 1:4
Njarðvík – KV 3:3
Grótta – Sindri 2:0
Afturelding – Höttur 6:1

Staðan eftir leiki kvöldsins:
 KV 32, Afturelding 31, HK 30, Grótta 27, ÍR 24, Dalvík/Reynir 25, Sindri 22, Njarðvík 20, Reynir S. 19, Ægir 17, Hamar 10, Höttur 7.

HK-ingar sóttu meira í fyrri hálfleiknum en sköpuðu sér ekki mörg færi gegn mjög þéttri vörn Dalvíkinga, sem voru hættulegir í skyndisóknum. Ein þeirra, á 35. mínútu, gaf hornspyrnu og uppúr henni skoraði Halldór Orri Hjaltason með hörkuskalla, 0:1. Þannig var staðan í hálfleik.

Dalvíkingar komu mjög grimmir til seinni hálfleiks, slógu HK-inga þar alveg útaf laginu, og fengu vítaspyrnu á 48. mínútu sem Pétur Heiðar Kristjánsson skoraði úr. Eftir það gekk HK mjög illa að ná takti í sinn leik, norðanmenn vörðust enn betur og gáfu fá færi á sér það sem eftir var leiks.

Guðmundur Atli Steinþórsson var næstur því að skora um miðjan síðari hálfleik, þegar hann fylgdi á eftir hörkuskoti Ólafs V. Júlíussonar, en Steinþór Auðunsson í marki Dalvíkur/Reynis varði glæsilega frá honum af stuttu færi. Steinþór lokaði skömmu seinna vel á Guðmund Atla og varði frá honum utarlega í vítateignum eftir að hann var sloppinn í gegnum vörnina.

Á lokakaflanum náði HK aldrei að opna vörn Dalvíkinga sem voru aftur á móti hættulegir í skyndisóknum sem fyrr og fengu tvö fín færi til að bæta við þriðja markinu en Beitir Ólafsson varði í bæði skiptin.

Dýrmæt stig sem þarna fóru í súginn og í staðinn fyrir að nýta sér jafnteflið hjá KV og komast í efsta sæti deildarinnar, missti HK Aftureldingu uppfyrir og seig niður í þriðja sætið. Gróttumenn eru komnir í fjórða sætið, aðeins þremur stigum neðar, og virðast líklegir til að blanda sér í baráttuna á lokasprettinum.

www.hk.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,