HK tapaði í kvöld og datt niður í þriðja sæti 2. deildar.

Eftir þrjá sigurleiki í röð máttu HK-ingar sætta sig við tap gegn Dalvík/Reyni, 0:2, á Kópavogsvelli í 16. umferð 2. deildar karla í kvöld. HK seig þar með niður í þriðja sæti deildarinnar.

HKHeil umferð var leikin í deildinni í kvöld og önnur úrslit urðu þessi:

Höttur – ÍR 1:1
Ægir – Reynir S. 1:4
Njarðvík – KV 3:3
Grótta – Sindri 2:0
Afturelding – Höttur 6:1

Staðan eftir leiki kvöldsins:
 KV 32, Afturelding 31, HK 30, Grótta 27, ÍR 24, Dalvík/Reynir 25, Sindri 22, Njarðvík 20, Reynir S. 19, Ægir 17, Hamar 10, Höttur 7.

HK-ingar sóttu meira í fyrri hálfleiknum en sköpuðu sér ekki mörg færi gegn mjög þéttri vörn Dalvíkinga, sem voru hættulegir í skyndisóknum. Ein þeirra, á 35. mínútu, gaf hornspyrnu og uppúr henni skoraði Halldór Orri Hjaltason með hörkuskalla, 0:1. Þannig var staðan í hálfleik.

Dalvíkingar komu mjög grimmir til seinni hálfleiks, slógu HK-inga þar alveg útaf laginu, og fengu vítaspyrnu á 48. mínútu sem Pétur Heiðar Kristjánsson skoraði úr. Eftir það gekk HK mjög illa að ná takti í sinn leik, norðanmenn vörðust enn betur og gáfu fá færi á sér það sem eftir var leiks.

Guðmundur Atli Steinþórsson var næstur því að skora um miðjan síðari hálfleik, þegar hann fylgdi á eftir hörkuskoti Ólafs V. Júlíussonar, en Steinþór Auðunsson í marki Dalvíkur/Reynis varði glæsilega frá honum af stuttu færi. Steinþór lokaði skömmu seinna vel á Guðmund Atla og varði frá honum utarlega í vítateignum eftir að hann var sloppinn í gegnum vörnina.

Á lokakaflanum náði HK aldrei að opna vörn Dalvíkinga sem voru aftur á móti hættulegir í skyndisóknum sem fyrr og fengu tvö fín færi til að bæta við þriðja markinu en Beitir Ólafsson varði í bæði skiptin.

Dýrmæt stig sem þarna fóru í súginn og í staðinn fyrir að nýta sér jafnteflið hjá KV og komast í efsta sæti deildarinnar, missti HK Aftureldingu uppfyrir og seig niður í þriðja sætið. Gróttumenn eru komnir í fjórða sætið, aðeins þremur stigum neðar, og virðast líklegir til að blanda sér í baráttuna á lokasprettinum.

www.hk.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér