Yfir þrjátíu hlauparar ætla að hlaupa til styrktar Minningarsjóði Líknardeildarinnar í Kópavogi.


Nú fer hver að verða síðastur að reima á sig hlaupaskóna og koma sér í form fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fram mun fara þann 24. ágúst. Flestir sem hlaupa safna áheitum fyrir góðgerðarfélög.

Hluti hlaupara í næsta Reykjavíkurmaraþoni sem hlaupa til styrktar Minningarsjóði Líknardeildarinnar í Kópavogi.

Hluti hlaupara í næsta Reykjavíkurmaraþoni sem hlaupa til styrktar Minningarsjóði Líknardeildarinnar í Kópavogi.

Yfir þrjátíu hlauparar ætla að safna áheitum fyrir Minningarsjóð Líknardeildarinnar í Kópavogi. Veittir eru styrkir til að efla starf líknardeildarinnar, sjúklingum og fjölskyldum þeirra til góðs. Minningarsjóðurinn hefur einnig það að leiðarljósi að efla þekkingu heilbrigðisstarfsfólks og almennings á líknarmeðferð með því að styrkja verkefni sem tengjast því.

Hægt er að heita á hlauparana með því að smella á þessa slóð hér:
http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/64039444790

Hægt er að ganga frá skráningu í sjálft hlaupið hér:
http://skraning.marathon.is/pages/rmskraning/?iw_language=is_IS