Hljóðgjörningur við Víghól.


Kópavogur styrkir skapandi sumarstörf fyrir fólk á aldrinum 18 – 25 ára.  Um 25 manns fengu styrk í ár til að vinna skapandi störf.  Þau Ólöf Benediktsdóttir og Snorri Skúlason frá Hljóðflutningafélagi ungra listamanna í Kópavogi flakka á milli staða með grammafón, eða hljóðfæri sem þau búa til sjálf, og efna til tónleika eða hljóðgjörnings.   Hljóðuppákomur verða í Kópavogi í allt sumar en þau Ólöf og Snorri hafa þegar efnt til óvæntrar uppákomu í Sundlaug Kópavogs í vesturbænum.

PS:  Vindtruflanir í hljóðupptökunni í myndskeiðinu hér að ofan er hluti af þessum hljóðgjörningi.  Eða, segjum það bara.  🙂