Hluta Kópavogsskóla lokað vegna myglu

Þrálát lekavandamál hafa verið á suðurhlið Kópavogsskóla og eru rakaskemmdir frá fyrri tíð komnar í ljós en tvö ár eru síðan suðurhliðin var einangruð að utan.   Mynd: Kópavogsbær.

Hluta Kópavogsskóla verður lokað vegna myglu frá og með deginum í dag, 18. mars 2022. Nemendur í 6. og 7. bekk verða heima í dag en aðrir nemendur mæta í skólann.  

Í kjölfar lokunarinnar verður hluti Fannborgar 2, sem áður hýsti Bæjarskrifstofur Kópavogs, nýttur fyrir kennslu, líkt og gert var þegar rýma þurfti Kársnesskóla Skólagerði vorið 2017. Nemendur 6.-10. bekkjar, alls um 170 nemendur, verða í Fannborg, á 1. og 2. hæð.  

Farið var í víðtæka sýnatöku í miðálmu Kópavogsskóla eftir að mygla greindist í einni stofu í janúar síðastliðnum og lá niðurstaða sýnatökunnar fyrir síðdegis í gær.

Þrálát lekavandamál hafa verið á suðurhlið Kópavogsskóla og eru rakaskemmdir frá fyrri tíð komnar í ljós en tvö ár eru síðan suðurhliðin var einangruð að utan.  Framkvæmdir hefjast eins fljótt og auðið er og er stefnt að því að þeim verði lokið áður en skóli hefst á ný í ágúst.

Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að viðgerðir munu felast í því að öll múrhúð og einangrun innanvert á suðurhlið verður fjarlægð, yfirborð steinsteypu hreinsað, einangrað og múrhúðað upp á nýtt. Jafnframt verða öll gólfefni í stofunum endurnýjuð, bæði á suðurhliðinni og þar sem vart hefur orðið við raka við skil útbyggingar á norðurhlið.  

Fundað var með starfsfólki og það upplýst um stöðu mála. Þá hafa foreldrar verið upplýstir.  

Kópavogsskóli stendur við Digranesveg 15. Í honum eru 390 börn frá 1.til 10.bekk.  

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Bergljot
Forvarnarstyrkur2019
Rauði krossinn
UMSK07
nem2014
bokamarkadur
karsnesskoli
Bílakjallarinn í Hamraborg.
File0809