Hlúum að fólki

Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
Sigubjörg Björgvinsdóttir er félagsfræðingur og fyrrverandi yfirmaður öldrunarmála hjá Kópavogsbæ. Hún skipar 7. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Maímánuður hefur verið mildur og sólríkur það sem af er. Sólin hefur glatt og gefið fólki von um gott sumar – fagurt og gjöfult, grænt sumar.  Á svona fallegum dögum býður fólk góðan dag – gleðst  – gefur og nýtur.

En það eru ekki allir sem geta notið íslenska vorsins. Ástæður margra gera þeim ókleift að njóta útiveru í þessum, að mörgu leiti fyrirmyndar kaupstað, sem þeir hafa tekið þátt í að gera að góðum stað til að búa á. Ýmsar ástæður kunna að liggja því að baki. Þetta er fólk á öllum aldri og óháð kyni.  Þetta eru til dæmis fólkið sem byggði þennan bæ og gerir okkur hinum kleift að gleðjast og njóta í dag.

Í Kópavogi eru möguleikar fólks miklir til að taka þátt í hverskonar tómstundastarfi og möguleikarnir aukast ef  frambjóðendur Framsóknar fá umboð til að innleiða frístundakort fyrir eftirlaunafólk sem nota má til að greiða þátttökugjöld fyrir hverskonar námskeið.

Sú hugmyndafræði sem unnið er eftir í félagsstarfi, að allir geti valið nánast það sem þeir vilja og geta, gefur tækifæri til að halda eigið heimili sem lengst –  lifa með reisn.

En viljum við ekki líka fá að deyja með reisn? Það er ekki fyrr en lífið er komið í þann farveg, að einstaklingar geta ekki séð um daglegar athafnir sjálfir, sem verulegra úrbóta er þörf.

Á göngu minni um bæinn undanfarna daga hef ég ekki komist hjá að heyra áhyggjur fólks vegna skorts á hjúkrunarrýmum og fólk kvíðir því að þurfa að flytja úr þessu annars fyrirmyndar sveitarfélagi á loka áfanga lífsins.

Þess vegna verður sá meirihluti, hver sem hann verður, sem tekur við að afloknum kosningum í vor, að hafa skíra stefnu um hvernig bæjarfélagið á að koma að vanda Sunnuhlíðar, þessa óskabarns Kópavogsbúa.  Þá þarf væntanlegur meirihluti að krefjast þess að framkvæmdir verði hafnar sem fyrst við annan áfanga á byggingu hjúkrunarrýma við Boðaþing.  Það hlítur að vera kominn tími á slíkar framkvæmdir.

Þeir einstaklingar sem skipa efstu sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi, með Birki Jón í broddi fylkingar eru tilbúnir til að leggja sín lóð á vogaskálar þess að niðurstaða fáist í þessi brýnu mál okkar allra.

Þeir munu banka á dyr Alþingis því að sjálfsögðu er það ríkisins að fjármagna á meðan málefni eldra fólks eru ekki komin til sveitarfélaganna.

Gefum  –  gleðjumst  – njótum og göngum saman út í íslenska sumarið.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór