Höfuðverk: Hauskúpur í Anarkíu

Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson á Vatnsnesi hefur um nokkurt skeið hreinsað og unnið höfuðkúpur og bein dýra og skapað úr þeim listmuni undir merkjum Natural Bones Design. Gripirnir hafa vakið mikla athygli og hrifningu og nú stendur NBD fyrir sýningunni „Höfuðverk“ í Anarkíu listasal í Kópavogi 25. júlí til 16. ágúst. Þar verða sýnd verk tólf íslenskra listamanna, bæði þekktra og óþekktra, sem hafa nýtt hauskúpur af hrútum frá Natural Bones Design til að skapa listaverk. Einnig verða á sýningunni hreinar, óunnar hauskúpur frá NBD. 

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru:

Aðalheiður Davíðsdóttir
Aðalsteinn Eyþórsson
Ásta R. Ólafsdóttir
Baski – Bjarni Skúli Ketilsson
Bjarni Sigurbjörnsson
Davíð Bjarnason
Elín Ósk Björnsdóttir
Guðmann Þór Bjargmundsson
Jóhannes Atli Hinriksson
Kropor Mazz
Unnur Karlsdóttir
Ziska – Harpa Einarsdóttir

Opnun sýningarinnar verður laugardaginn 25. júlí kl. 15-18 og stendur hún sem fyrr segir til 16. ágúst.

Anarkía listasalur er til húsa að Hamraborg 3 í Kópavogi (norðanmegin, aðkoma frá Skeljabrekku) og þar er opið kl. 15-18 alla daga nema mánudaga.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór