Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum

Á dögunum komu nokkar ungar og upprennandi hljómsveitir fram á tónleikum í Molanum Ungmennahúsi Kópavogs. Reglulega eru haldnir þar tónleikar og sérstaklega er lagt upp með að bjóða ungum og óreyndum hljómsveitum að stíga á stokk. Fyrst á svið var nýstofnuð hljómsveit sem ber nafnið Ælupestó. Flottir strákar sem komust vel frá verkefninu þrátt fyrir örlítinn skjálfta í byrjun.

Liðsmenn Ælupestó komust vel frá sínu.

Á eftir Ælupestó komu drengirnir í Holdrisi fram en þar voru á ferð frábærir hljóðfæraleikarar og munu þeir án efa láta til sín taka í nánustu framtíð.

Drengirnir í Holdrisi eru fanta góðir hljóðfæraleikarar.

Síðastir á svið voru það svo rokkararnir í Blóðmör. Þá hljómsveit þekkja eflaust margir enda sigurvegarar Músíktilrauna í ár.

Stolt Kópavogs: Hljómsveitin Blóðmör.

Blóðmör skipa þeir Haukur Valdimarsson, Mattías Stefánsson og Ísak Þorsteinsson. Við hittum Hauk á spjalli og lærðum ýmislegt áhugavert!

Haukur Valdimarsson.

Af hverju unnuð þið Músíktilraunir?
Ég held að það hafi verið vegna þess hvað við vorum búnir að æfa okkur mikið. Ég píndi strákana til að taka þessi 3 lög aftur og aftur og aftur þannig að við yrðum þéttari og betri að spila þau.

Er rétt að þið spilið alltaf í lopapeysum?
Nei, það er haugalygi. Við höfum gert það tvisvar. Einu sinni á Ísafirði og einu sinni í Molanum.

Blóðmör en ekki lifrarpylsa?
Blóðmör er flottara orð en lifrarpylsa og er betri á bragðið.

Er þetta í fyrsta skipti sem þið komið fram í Molanum?
Nei, við höfum spilað allavega tvisvar áður. Ég og Matti erum úr Kópavogi og fréttum að það væri hægt að spila í Molanum. Það var bara síðasta haust. Svo erum við búnir að vera á fullu síðan út um allar trissur.“

Nú var Airwaves að klárast, voruð þið með?
Já við spiluðum á miðvikudeginum og fimmtudeginum. Það var svakalega gaman og vonandi stóðum við undir væntingum.

Hvað er svo framundan?
Okkur langar að gera nýja plötu og hafa hana í fullri lengd. Nú er bara að semja efnið og fara síðan beint í hljóðver.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að