Hollvinir Tónlistarskóla Kópavogs

Hollvinasamtök Tónlistarskóla Kópavogs voru stofnuð í fyrra í tilefni af 50 ára afmæli skólans.  Stjórn samtakanna hefur verið að undirbúa starf þeirra og nú á að drífa starfsemina í gang. Eitt af markmiðum samtakanna er að styðja við starfsemi tónlistarskólans með ýmsum hætti. Hefur stjórn hollvinasamtakanna ákveðið að eitt af fyrstu verkefnum þeirra verði að safna fyrir ýmsum tækjum sem skólann vantar fyrir ryþmíska deild skólans sem tók til starfa nú í haust. Jafnframt hafa samtökin ákveðið að hefja söfnun fyrir nýrri hörpu en fjöldi nemenda stunda nú hörpunám við skólann. Skólinn á ekki fullbúna hörpu í fullri stærð og væri mikill fengur fyrir skólann að hafa á að skipa slíku hljóðfæri.

Tónlistarskóli Kópavogs (TK) hefur í gegnum tíðina sinnt tónlistaruppeldi Kópavogsbúa og hafa margir notið góðs af þeirri starfsemi, með einum eða öðrum hætti. Fjöldi bæjarbúa hefur stundað nám við skólann í lengri eða skemmri tíma og þannig lært að njóta tónlistar með öðrum hætti en ella. Sýnt hefur verið fram á í fjölda rannsókna að tónlistarnám styrkir nemendur í öðru námi, ekki síst í raungreinum  og í raun ættu öll börn að hafa aðgang að tónlistarnámi í skólagöngu sinni. Sú þjálfun sem nemendur fá í að koma fram á tónleikum og tónfundum kemur þeim til góða í lífinu, hvort sem þau kjósa að hafa tónlist að atvinnu eða áhugamáli í framtíðinni. Metnaðarfullur skóli eins og TK þarf að hafa gott úrval hljóðfæra og annarra tækja og verkfæra sem þarf til tónlistariðkunar en slíkur búnaður er dýr, eigi hann að uppfylla nauðsynlegar gæðakröfur. 

Hollvinasamtökin benda áhugasömum hollvinum tónlistarmenntunar í Kópavogi á bankareikning sinn, nr. 0536-14-401287, kt. 410714-1320, frjáls framlög eru mjög vel þegin og rétt er að benda á að allt það fjármagn sem samtökin safna verður notað til styrktar starfsemi Tónlistarskóla Kópavogs. Hægt er að velja hvort menn kjósa að styrkja tækjasjóð ryþmísku deildarinnar eða hörpusjóðinn með því að taka það fram þegar lagt er inn á reikning samtakanna.

 

Stjórn Hollvinasamtaka Tónlistarskóla Kópavogs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að