• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Hollvinir Tónlistarskóla Kópavogs

Hollvinir Tónlistarskóla Kópavogs
ritstjorn
24/02/2015

Hollvinasamtök Tónlistarskóla Kópavogs voru stofnuð í fyrra í tilefni af 50 ára afmæli skólans.  Stjórn samtakanna hefur verið að undirbúa starf þeirra og nú á að drífa starfsemina í gang. Eitt af markmiðum samtakanna er að styðja við starfsemi tónlistarskólans með ýmsum hætti. Hefur stjórn hollvinasamtakanna ákveðið að eitt af fyrstu verkefnum þeirra verði að safna fyrir ýmsum tækjum sem skólann vantar fyrir ryþmíska deild skólans sem tók til starfa nú í haust. Jafnframt hafa samtökin ákveðið að hefja söfnun fyrir nýrri hörpu en fjöldi nemenda stunda nú hörpunám við skólann. Skólinn á ekki fullbúna hörpu í fullri stærð og væri mikill fengur fyrir skólann að hafa á að skipa slíku hljóðfæri.

Tónlistarskóli Kópavogs (TK) hefur í gegnum tíðina sinnt tónlistaruppeldi Kópavogsbúa og hafa margir notið góðs af þeirri starfsemi, með einum eða öðrum hætti. Fjöldi bæjarbúa hefur stundað nám við skólann í lengri eða skemmri tíma og þannig lært að njóta tónlistar með öðrum hætti en ella. Sýnt hefur verið fram á í fjölda rannsókna að tónlistarnám styrkir nemendur í öðru námi, ekki síst í raungreinum  og í raun ættu öll börn að hafa aðgang að tónlistarnámi í skólagöngu sinni. Sú þjálfun sem nemendur fá í að koma fram á tónleikum og tónfundum kemur þeim til góða í lífinu, hvort sem þau kjósa að hafa tónlist að atvinnu eða áhugamáli í framtíðinni. Metnaðarfullur skóli eins og TK þarf að hafa gott úrval hljóðfæra og annarra tækja og verkfæra sem þarf til tónlistariðkunar en slíkur búnaður er dýr, eigi hann að uppfylla nauðsynlegar gæðakröfur. 

Hollvinasamtökin benda áhugasömum hollvinum tónlistarmenntunar í Kópavogi á bankareikning sinn, nr. 0536-14-401287, kt. 410714-1320, frjáls framlög eru mjög vel þegin og rétt er að benda á að allt það fjármagn sem samtökin safna verður notað til styrktar starfsemi Tónlistarskóla Kópavogs. Hægt er að velja hvort menn kjósa að styrkja tækjasjóð ryþmísku deildarinnar eða hörpusjóðinn með því að taka það fram þegar lagt er inn á reikning samtakanna.

 

Stjórn Hollvinasamtaka Tónlistarskóla Kópavogs.

EfnisorðhollvinasamtöksöfnunTónlistarskóli Kópavogs
Aðsent
24/02/2015
ritstjorn

EfnisorðhollvinasamtöksöfnunTónlistarskóli Kópavogs

Meira

  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi

    Árið 2015 var tekin ákvörðun um að Kópavogsbær gerðist heilsueflandi samfélag. Til að raungera þau markmið var...

    ritstjorn 24/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“
    Fréttir25/09/2020
  • Við erum öll barnavernd
    Aðsent24/09/2020
  • Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi
    Aðsent24/09/2020
  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.