Hólmbert Aron Friðjónsson, markamaskínan úr HK, er búinn að skora fyrsta mark sitt fyrir Celtic. Það gerði hann í leik með undir 20 ára liði Celtic í leik gegn Partick Thistle sem lauk 4:0 fyrir Celtic. Mark Hólmberts má sjá hér í myndbandinu fyrir neðan en hann kom einnig við sögu í fjórða marki Celtic. Fótbolti.net greinir frá þessu.
Fyrir grjótharða ÍK-inga er gaman að sjá Hólmbert spila í treyjunni góðu. Engu líkara en að íþróttaþulurinn í myndbandinu hér að ofan sé að lýsa leik ÍK og Fylkis hér á árum áður þar sem Óli Ped í markinu gæfi á Gagga sem sendi áfram á Úlla. Úlli gæfi á Reyni Björns sem sólar varnarmann og gefur á Hödda Magg sem gefur á Valda Hilmars skýlir boltanum vel og kemur honum á á Steindór Elís sem kemur boltanum á Hólmbert…
[do_widget „Custom Recent Posts by Tags“]