Hólmbert kann vel við sig í ÍK treyjunni (myndband)

Hólmbert Aron Friðjónsson, markamaskínan úr HK, er búinn að skora fyrsta mark sitt fyrir Celtic. Það gerði hann í leik með undir 20 ára liði Celtic í leik gegn Partick Thistle sem lauk 4:0 fyrir Celtic. Mark Hólmberts má sjá hér í myndbandinu fyrir neðan en hann kom einnig við sögu í fjórða marki Celtic. Fótbolti.net greinir frá þessu. 

Fyrir grjótharða ÍK-inga er gaman að sjá Hólmbert spila í treyjunni góðu. Engu líkara en að íþróttaþulurinn í myndbandinu hér að ofan sé að lýsa leik ÍK og Fylkis hér á árum áður þar sem Óli Ped í markinu gæfi á Gagga sem sendi áfram á Úlla. Úlli gæfi á Reyni Björns sem sólar varnarmann og gefur á Hödda Magg sem gefur á Valda Hilmars skýlir boltanum vel og kemur honum á á Steindór Elís sem kemur boltanum á Hólmbert…

 

[do_widget „Custom Recent Posts by Tags“]

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar