Sunnudaginn 26.janúar fer fram Hópfimleikamót í tengslum við RIG, Reykjavik International Games. Mótið fer fram í Laugardalshöll og er í tveimur hlutum. Um morguninn keppa 2.flokkur kvenna og 1.flokkur mix. En eftir hádegi keppa 1.flokkur kvenna og Meistaraflokkar kvenna, þar sem finna má fjölmarga keppendur sem urðu Evrópumeistarar árið 2012 í Danmörku.
Keppnin um morguninn hefst kl.10:40 og lýkur 11:45.
Keppni eftir hádegi hefst kl. 14:00 og lýkur 15:40.