Hrafnista í Kópavogi fagnar fimm ára afmæli

Í tilefni fimm ára afmælis Hrafnistu í Kópavogi heimsóttu Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, heimilisfólk og starfsfólk Hrafnistu við Boðaþing í Kópavogi nýverið.

Opnun Hrafnistu í Kópavogi markaði á sínum tíma mikil tímamót í sögu öldrunarþjónustu á Íslandi. Annars vegar vegna þess að heimilið var hið fyrsta hér á landi sem sérhannað var með litlar, heimilislegar einingar að leiðarljósi. Hins vegar er það danska hugmyndafræðin sem þar er starfað eftir, „Lev og bo“, en Hrafnista tók hana fyrst upp hér á landi.

Segja má að nánast öll hjúkrunarheimili á Íslandi, sem byggð hafa verið eftir að heimilið tók til starfa, hafi tekið mið af Hrafnistu í Kópavogi. Dæmi um það eru Lögmannshlíð á Akureyri, Ísafold í Garðabæ, Hamrar í Mosfellsbæ og Nesvellir í Reykjanesbæ. Þess má raunar geta hér til gamans að fyrstu misserin eftir að heimilið opnaði var biðlisti fagfólks eftir því að koma í heimsókn til að skoða heimilið.

Hugmyndafræðin Lev og bo markaði tímamót á sínum tíma, en Hrafnista í Kópavogi hefur síðan þróað hana og aðlagað í samræmi við stefnu Hrafnistu. Í meginatriðum felur hugmyndafræðin það í sér að sameina bestu kosti sjálfstæðrar búsetu við það öryggi sem hjúkrunarheimili hafa almennt upp á að bjóða. Frekari þróun hugmyndinafræðinnar hefur leitt það af sér að nú má segja að komin sé fram ný hugmyndafræði, kennd við Hrafnistu í Kópavogi. Þessa nýju hugmyndafræði eru stjórnendur Hrafnistu þegar farnir að kynna stjórnendum annarra hjúkrunarheimila á Íslandi.

Boðaþing 5ára-20150319107X

Boðaþing 5ára-2015031998X

Boðaþing 5ára-2015031991X

Boðaþing 5ára-2015031965X

Boðaþing 5ára-2015031951X

Boðaþing 5ára-2015031950X

Boðaþing 5ára-2015031934X

Boðaþing 5ára-2015031910X

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem